Þú stjórnar við vöktum

Snjallari öryggishnappur

Snjallhnappur er ný kynslóð öryggishnappa fyrir eldri borgara og þá sem þurfa heilsu sinnar vegna eða aðstæðna aukið öryggi og möguleika að kalla eftir tafarlausri aðstoð. Auk hefðbundins öryggishnapps sem hægt er að ýta á í neyð býður kerfið upp á snjallar nýjungar sem stuðla að velferð og tryggja öryggi notandans.

Fyrir þá sem kjósa aukið öryggi eru settir hreyfiskynjarar á lykilstaði í íbúð og hurðarofi á útidyr. Með snjallreglum í appi, sem fylgir kerfinu, geta aðstandendur fengið tilkynningar ef eitthvað bregður út af vana á heimilinu. Appið færir aðstandendum jafnframt mikilvægar upplýsingar um hreyfingu og virkni þess sem notar Snjallhnappinn.

Snjallhnappur er heildstæð vöktunarlausn sem veitir víðtæka vernd og fylgir daglegum venjum íbúans, en þannig verður auðveldara að greina snemmkomin einkenni hrakandi heilsu og neyðartilvik.

Armband á hendi

Öryggisvörður

 • Snjallhnappur veitir íbúanum tækifæri að njóta aukins öryggis heima við og hugarró um að viðbragð er ávallt innan handar ef eitthvað kemur upp á.
 • Snjallhnappurinn færir aðstandendum upplýsingar og tilkynningar í appið, sem gefur þeim færi á að bregðast strax við ef eitthvað bregður út af vana. 
 • Snjallhnappurinn er samþykktur af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og öryggishnappur niðurgreiddur samkvæmt því, fyrir þá sem uppfylla skilyrði SÍ.
 • Þeir sem eru að nota hefðbundinn öryggishnapp geta auðveldlega uppfært í Snjallhnapp óháð því hjá hvaða þjónustuaðila þeir eru í dag.
 • Stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar vaktar öll neyðarboð frá Snjallhnappnum og sendir öryggisvörð á nálægasta útkallsbíl á staðinn ef aðstoð vantar.
 • Snjallhnappur - Það er ekkert grín að detta
 • App forsíða

  APPIÐ

  Aðstandendur geta sótt Snjallhnapps app í símann hjá sér. Í appinu geta þeir séð mikilvægar upplýsingar um þann sem ber Snjallhnappinn og fengið tilkynningar ef eitthvað bregður út af. 

  Flettu yfir á næstu síðu og sjáðu hvernig snjallreglurnar í appinu virka.

   

   
 • Snjallhnappur - reglur

  SNJALLREGLUR

  Til að fylgjast með daglegum venjum íbúa eru settir upp hefðbundnir hreyfiskynjarar og hurðarrofar á lykilstöðum í íbúðinni. Dæmigerðar athafnir íbúans eru kortlagðar í snjallreglum, en það er reglan sem lætur vita ef frávik verða sem ástæða er til að bregðast við.

  Snjallhnappurinn býður upp á ýmsar sjálfgefnar snjallreglur sem auðvelda fjölskyldunni að fylgjast með öryggi íbúa.
   
  Snjallreglurnar upplýsa þannig um frávik eða undantekningar á venjubundinni hegðun. Kerfið er sniðið að þörfum hvers og eins. Þannig er hægt að búa til nýjar reglur, breyta núverandi reglum og fjarlægja reglur.
   
  Flettu yfir á næstu síðu og sjáðu dæmi um snjallreglur.
 • Kominn á ról

  KOMIN(N) Á RÓL

  Ein af sjálfgefnu reglunum í appinu er "Komin á ról" reglan. Hún er einföld. Hún lætur aðstendendur einfaldlega vita að sá sem er með Snjallhnappinn sé kominn á ról að morgni dags og hreyfing hafi greinst í íbúðinni. 
   
  Flettu yfir á næstu síðu til að læra meira um öryggishnapp sem getur greint fall á sjálfvirkan hátt.
 • Snjallhnappur - SOS

  SNJALLARI ÖRYGGISHNAPPUR SEM GREINIR BYLTU SJÁLFVIRKT

  Við höfum reynslu af því að fólk sem dettur heima við ýtir oft seint á öryggishnappinn eða jafnvel alls ekki ef það er illa áttað. Snjallhnappur býður upp á nýja kynslóð öryggishnappa sem geta greint hröðun í falli eða byltu og sent sjálfvirk boð um líklegt fall.

Kynningar- og fræðslumyndbönd

Snjallhnappur - Kynningarmyndband

 • Vörurnar

  SNJALLHNAPPUR

  Snjallhnappur er nútíma lausn sem hentar öllum sem þurfa heilsu sinnar vegna að vera undir eftirliti. Hann gerir fólki kleift að lifa frjálsu lífi á eigin heimili og veitir aðstandendum þá hugarró að vita af ástvini sínum í öruggu umhverfi.
   
  Snjallhnappurinn fæst bæði sem armband og hálsmen. 
   
  Flettu yfir á næstu síðu til að skoða skynjara og búnað.
 • Auka kalltæki með togrofa

  AUKA KALLTÆKI MEÐ TOGROFA

  Stjórnstöð Snjallhnappsins er gjarnan sett í miðja íbúð. Úr tækinu er hægt að tala beint við öryggisverði á stjórnstöð ef þrýst er á hnappinn. Snjallhnappurinn hefur þá nýjung að nú er hægt að fá auka kalltæki sem er gjarnan sett inn á baðherbergi eða svefnherbergi. Föll eru algeng þar og með auka kalltæki verða öll samskipti við stjórnstöð betri og auðveldara að heyra það sem sagt er. Á auka kalltækinu er jafnframt togrofi sem sendir hjálparkall til stjórnstöðvar.

 • Hálsmen

  SKARTHNAPPUR Í HÁLSMENI

  Við heyrum oft að öryggishnappar mættu gjarnan líta betur út og vera klæðilegri. Hægt er að fá vel hannaða og fallega skarthnappa með Snjallhnappnum. Skarthnappar eru seldir aukalega með kerfinu sé þess óskað.

 • Headset

  VATNSNEMI

  Hægt er að fá vatnsnema með Snjallhnappnum. Kerfið lætur þá vita af vatnsleka ef hann kemur upp.

 • Hreyfiskynjari

  HREYFISKYNJARI

  Til að hægt sé að virkja og nýta snjallreglur þarf að setja upp hreyfiskynjara í íbúð þess sem er með Snjallhnapp. Um sambærilega hreyfiskynjara er að ræða í hefðbundnum öryggiskerfum. Grunnkerfi Snjallhnapps samanstendur af tveimur hreyfiskynjurum. Yfirleitt er annar settur í eldhús og hinn á baðberbergi. Sé þörf á fleiri hreyfiskynjurum er auðvelt að bæta þeim við kerfið. Þannig er hægt að sníða lausnina að .örfum hvers og eins.

 • Hurðarrofi

  HURÐARROFI

  Í grunnkerfi Snjallhnapps er einn hurðarrofi. Hann er settur á útidyr og nemur þegar þær eru opnaðar og lokaðar og jafnframt þegar þær eru skildar eftir í opinni stöðu. Með snjallreglum í appinu er hægt að fá tilkynningar um óeðlilegan umgang eða stöðu á hurðinni. Séu fleiri dyr á heimilinu sem þarf að vakta er hægt að fá aukalega hurðarrofa við kerfið.

 • Reykskynjari

  REYKSKYNJARI

  Hægt er að fá aukalega reykskynjara við Snjallhnapps kerfið. Reykskynjarinn er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Auk þess að gefa frá sér viðvörunarhljóð í íbúðinni sendir hann tafarlaus brunaboð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar og aðstandendur fá tilkynningu í appið.

 • Snjallhnappur armband

  ARMBAND

  Hægt er að fá öryggishnappinn í þægilegri ól líkt á úri.

 • Snjallhálsmen

  HÁLSBAND

  Fyrir þá sem kjósa síður að vera með öryggishnappinn á hendinni er að sjálfsögðu hægt að bera hnappinn um hálsinn.

 • Stjórnstöð

  STJÓRNSTÖÐ / KALLTÆKI

  Í stjórnstöð Snjallhnappsins er kalltæki. Þannig er hægt að ná beinu talsambandi við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar er eitthvað kemur upp á. Sé þörf á sendir stjórnstöð nálægasta útkallsbíl á staðinn og aðstoð öryggisvarða. Þetta gildir um þau svæði sem útkallsþjónusta er í boði.

Fá símtal frá ráðgjafa um Snjallhnapp

captcha

Verðskrá öryggis- og snjallhnapps

GRUNNÞJÓNUSTA ÖRYGGISHNAPPS
SNJALLHNAPPUR MEÐ ÚTKALLSÞJÓNUSTU

Verð er 8.050 kr. á mánuði.
Hlutur notanda er aðeins
550 kr. á mánuði ef niðurgreiðsla
er samþykkt hjá
Sjúkratryggingum Íslands.

Stjórnstöð - Öryggishnappur -
Útkallsþjónusta innan útkallssvæða - Uppsetning.
Verð eru mánaðargjöld og með vsk.

 

SNJALLAR VIÐBÆTUR

App og vefaðgangur 2.100 kr. á mán.
App og vefgangur ásamt hurðarrofa og
2 hreyfiskynjurum 4.850 kr. á mán
Fallhnappur: 1.000 kr. á mán.
Reykskynjari: 500 kr. á mán.
Vatnsnemi: 500 kr. á mán.
Hurðarrofi: 500 kr. á mán.
Hreyfiskynjari: 500 kr. á mán.
Auka kalltæki með togrofa: 800 kr. á mán.

TÆKNIAÐSTOÐ

Þjónustuheimsókn tæknimanns 9.900 kr. pr. klst.
Tæknilega símaaðstoð tæknimanns 3.900 pr. 1/2 klst

Skarthnappur fæst keyptur aukalega á 13.900 kr.
Skarthnappur með fallgreiningu á 21.900 kr.

Nánari upplýsingar um skarthnappinn eru í flekanum hér fyrir ofan.

 
 

Niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands

Vissir þú að Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða þjónustuna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum?

Það sem þarf að gera til þess að sækja um niðurgreiðslu er eftirfarandi:

 1. Fá lækni,  iðjuþjálfara eða sjúkraþjálfara sem þekkir til aðstæðna til þess að meta þörf fyrir þjónustuna, rökstyðja færni og sækja um á sérstöku eyðublaði frá S.Í.
 2. Taka fram í umsókn að óskað sé þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.

Sækja umsóknarform um niðurgreiðslu frá S.Í.