Við færum þér tjáskiptabúnað til tjáskipta!

Við bjóðum upp á fjölbreyttan búnað til tjáskipta frá sænska fyrirtækinu Tobii Dynavox. Tjáskiptabúnaður hentar jafnframt börnum sem fullorðnum einstaklingum sem hafa takmarkaða færni til að tjá sig eða geta ekki notað hefðbundin tölvubúnað.

Val á búnaði fer eftir færni viðkomandi einstaklings og hans þörfum.Hægt er að stýra búnaðnum með; 

  • Augnstýringu (e. eyegaze)
  • Augnstýringu og rofa (e. switch)
  • Rofatengi (e. switch and scanning)
  • Snertiskjá (e. touch)

Búnaðurinn er aðlagaður að notandanum og getur fylgt eftir hans færni. Að auki bjóðum við upp á breytt úrval af örmum og festingum frá Rehadapt til að auðvelda daglega notkun heima, í vinnu eða skóla. 

 

HUGBÚNAÐUR TIL TJÁSKIPTA

Tobii Dynavox hefur búið til öflugan hugbúnað sem getur nýtt sér íslensku raddirnar okkar sem gerir notandanum kleift að tjá sig með tali. Hugbúnaðurinn Communicator 5 keyrir á Windows stýrikerfi frá Microsoft og er auðvelt í notkun. Hugbúnaðurinn hefur að geyma öflugt myndasafn sem auðveldar alla vinnu við að útbúa tjáskiptaborð eða orðasöfn í myndum eða máli. 

 

*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa áður en búnaður er valinn.

 Fáðu ráðgjöf um  
tjáskiptabúnað 

Tobii dynavox iSeries

Tjáskiptaborð á íslensku

Lausnir til tjáskipta

Dæmi um mismunandi samsetningar á tjáskiptabúnaði

Pceyemini

PCEye Mini

Einföld augnstýring fyrir fartölvur og skjái upp að 19" tommu

PCEyeMobileMini

PCEyeMobileMini

Augnstýring fest með segli á stand ásamt MS Surface Pro 4 fartölvu

PCEyMobilePlus

PCEyeMobilePlus

Augnstýring fest á stand með innbyggðri rafhlöðu, 2x tengi fyrir rofa og innrauðum sendi. 

Indi

Indi 10

 Er einföld talvél með snertiskjá til að auðvelda tjáskipti fyrir einstaklinga

Indi 7

Indi 7

Minni talvél með 7" skjá til að auðvelda tjáskipti og málþroska hjá börnum jafnt sem fullorðnum

PCEye Plus

PCEyePlus

Augnstýring fyrir fartölvur og skjái með rofatengi sem hentar fyrir allt að 27" skjái


Fræðslu og kynningarmyndbönd

Hvernig virkar Tobii Dynavox augnstýribúnaður

Tobii Dynavox EyeMobile Mini - þú getur stjórnað tölvu sem keyrir á Windows stýrikerfi með eðlilegum augnhreyfingum. Búnaðurinn saman stendur af; PCEye Mini, EyeMobile álfestingu og Microsoft Surface fartölvu án lyklaborðs.

Tobii Dynavox Indi - Einföld tölva fyrir börn og fullorðna til að nota við tjáskipta. Hægt að setja íslenskar raddir inn og öflugan hugbúnað Communicator 5 til að sérsníða tjáskiptaborð fyrir viðkomandi. 

Tobii Dynavox - Áhrifamikil saga um reynslu við notkun á Indi tölvu og hvernig hún getur aukið lífsgæði og sjálfstæði notenda.

Tobii Dynavox - Communicator 5 er öflugur hugbúnaður sem gerir einstaklingum kleift að tjá sig með táknum og/eða texta ásamt því að geta stýrt umhverfinu. Virkar á öllum tölvum sem keyra Windows stýrikerfi. 

Tobii Dynavox - Áhrifamikil saga um Ava sem notar augnstýribúnað til tjáskipta. 

Tobii Dynavox - Kynning á öflugu hulstri (e. speech case) fyrir iPad sem inniheldur hátalara, tengi fyrir rofa og standi.


Fræðslu- og kennsluefni

myTobiiDynavoxTil að flýta fyrir þekkingaröflun höfum við tekið saman fræðslu- og kennsluefni sem tengist tjáskiptatækni (óhefðbundnum tjáskiptaleiðum) og Tobii Dynavox. Með þessu viljum við auðvelda aðgengi að nytsamlegum upplýsingum sem fagfólk, aðstandendur og notendur geti byggt ofan á sína þekkingu. Tæknin ein og sér er ekki kraftaverk í kassa og mikilvægt að byggja innleiðingu á tjáskiptum á faglegum grunni og samræma vinnubrögð. 

Almennar upplýsingar og umræður um tjáskipti á Íslandi Sérvalið kennsluefni og upplýsingar fyrir Tobii Dynavox búnað
   

Heildarbæklingur fyrir Velferðartækni

Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð