Armar og festingar fyrir tjáskipta- og umhverfisbúnað

Til að geta nýtt sér búnað til tjáskipta eða umhverfisstjórnun er mikilvægt að hægt sé að koma honum þægilega fyrir daglega notkun.

Hvort sem þú ert á ferðinni eða heima þá bjóðum við upp á úrval af örmum og festingum. Við leggjum okkur fram að finna persónulega lausn sem hentar þínum þörfum. 

Helstu lausnir má nefna; 

  • Gólfstandur – hæðastillanlegur, ferðaútgáfu (hægt að leggja saman), krabbaútgáfu (þungt lóð fyrir miðju arm)
  • Hjólastólaarmur – festur á stell, sæti eða bak, auðvelt að smella af og leggja saman (Magic Arm).
  • Borðstandur – með klemmu (Magic Arm) og lausan með stömum fótum.

Meðal helstu eiginleikar eru;

  • Burðargeta armsins getur verið allt að 6kg.
  • Armar á hjólastól eru bæði léttir en jafnframt stöðugir til að einstaklingur geti treyst á að armurinn haldið stöðu við notkun
  • Armarnir henta á allar tegundir af hjólastólum og bjóðum við upp á úrval festinga til að tryggja að enginn verði útundan.

Samsetningarmöguleikarnir eru óendanlegir og auðvelt er að finna réttu lausnina í samvinnu við fagaðila og notanda.

Vörulisti frá Rehadapt

Gólfstandur rehadapt

Armar og festingar frá Rehadapt semm.a. henta fyrir allt frá minni rofum, snjallsímum, spjaldtölvum/iPad yfir í þyngri tölvur.
*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa áður en búnaður er valinn.

 Fáðu ráðgjöf um  
arma eða festingar 

Helstu lausnir

Rehadapt lausnir

armur á hjólastól

Monty 3D HD armur

Sterkbyggður og öflugur armur til að festa á hjólastól - tekur allt að 3,2kg

telelock gólfstandur

teleLock Gólfstandur

Hækkanlegur gólfstandur sem býður upp á sveigjanlegan arm - tekur allt að 6kg

ferða gólfstandur

Ferða gólfstandur

Hækkanlegur gólfstandur sem auðvelt er að fella saman og geyma í tösku


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð