Eftirlitsmyndavélakerfi
Myndeftirlit í rauntíma
Eftirlitsmyndavélakerfi eru búin myndavélum til eftirlits fyrir skilgreind svæði sem senda síðan upplýsingar til myndþjóns til vistunar. Með miðlægum nettengdum hugbúnaði er á aðgengilegan og notendavænan hátt hægt að horfa á lifandi myndefni í rauntíma sem og að nálgast vistað efni.

Eftirlit fyrir skilgreind svæði
Eftirlitsmyndavélakerfi eru búin myndavélum til eftirlits fyrir skilgreind svæði sem senda síðan upplýsingar til myndþjóns til vistunar.
Með miðlægum nettengdum hugbúnaði er á aðgengilegan og notendavænan hátt hægt að horfa á lifandi myndefni í rauntíma sem og að nálgast vistað efni.
Margvíslegur ávinningur felst í öflugu myndavélakerfi:
- minni rýrnun í verslunum
- aukið öryggi starfsmanna og viðskiptavina
- aukin vernd eigna gegn skemmdarverkum og innbrotum
- markvissari og skjótari viðbrögð við frávikum
Vöktun í rauntíma greinir fyrirfram skilgreind atvik
Rauntímavöktun í eftirlitsmyndavélakerfum gefur kerfunum tækifæri á að líta eftir skilgreindum atriðum og atvikum sem gerast í sjónsviði myndavéla og senda aðvörun áfram til viðtakenda.
Dæmi um fyrirbæri og atvik sem eru vöktuð í rauntíma:
- andlitsgreining
- þegar farið yfir línur sem skilgreina ákveðin svæði
- hópamyndun og hangs
- lestur bílnúmera
Við val á eftirlitsmyndavélakerfi er að mörgu að huga. Fjölbreytt úrval lausna er í boði sem henta allt frá heimilum og minni fyrirtækjum til mjög stórra og umfangsmikilla lausna fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir.
Öryggismiðstöðin býður upp á sérhæfða ráðgjöf þar sem sérfræðingar veita ráð við val á búnaði og hönnun kerfis.
Tengdar vörur

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra


Pantaðu tíma hjá ráðgjafa
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um eftirlitsmyndavélakerfi.
Eða hringdu í síma
570 2400