Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Góð ráð til að gera ferðalagið öruggara og þægilegra

Bagdrop

Þegar ferðast er til útlanda er góður undirbúningur mikilvægur, hvort sem ferðinni er heitið á kunnuglega staði eða framandi slóðir.

Sími og raftæki

Mikilvægt er að hafa síma og önnur snjalltæki fullhlaðin þegar haldið er af stað og muna eftir viðeigandi hleðslubúnaði. Hafðu einnig meðferðis breytistykki fyrir innstungur ef þörf er á, en þær geta verið mismunandi eftir löndum. Gott er að temja sér notkun á öppum eins og Google Maps, Google Translate, Dualingo og fleirum sem eru mjög hjálpleg á ferðalögum.
Kynntu þér neyðarnúmer í landinu sem þú dvelur í og gott er hafa símanúmer sendiráðs eða ræðismanns Íslands vistað í símanum ef eitthvað óvænt kemur upp og á þeim þarf að halda.

Skilríki

Vegabréfið er nauðsynlegt og því þarf með góðum fyrirvara að kanna hvort það sé útrunnið eða um það bil að renna út. Gott er að eiga stafrænt afrit af vegabréfi og öðrum mikilvægum ferðagögnum ef ske kynni að þau glatist og þú þurfir að færa sönnur á hver þú ert. Hafðu evrópskt sjúkratryggingakort meðferðis ásamt upplýsingum um ferðatryggingar í símanum.

Peningar

Kynntu þér gengi gjaldmiðla þeirra landa sem þú ætlar að heimsækja til að gera þér grein fyrir verðlagi og kostnaði. Hafðu aldrei mikið af peningum á þér og notaðu helst kort sem safna fríðindum og punktum sem nýtast til að greiða fyrir flug, gistingu og bílaleigubíla. Sæktu reiðufé í hraðbanka ef þú þarft á því að halda en gættu að því að þóknanir eru mismunandi háar og því gott að kynna sér það áður en fé er tekið út úr hraðbanka. Einnig er gott að kynna sér venjur varðandi þjórfé.

Gættu vel að heilsunni

Mundu að taka með þér öll nauðsynleg lyf sem þú tekur að staðaldri ásamt verkjalyfjum og öðru sem kynni að koma í góðar þarfir. Á ferðalögum er mikilvægt að drekka nóg af vatni og því er góður vatnsbrúsi ómissandi, eða þá að endurnýta plastflöskur meðan þær eru heilar. Gott er að taka með sér svefngrímu og eyrnatappa, bæði til að nota í flugi og á áfangastað, og jafnvel góðan ferðakodda. Þotuþreyta og það að sofa á nýjum stað í nýju rúmi, jafnvel með framandi umhverfishljóð í eyrum, getur valdið erfiðleikum með að ná góðum svefni.

Veður og samgöngur

Aflaðu þér upplýsinga um veðurfar á þeim árstíma sem þú munt dvelja í viðkomandi landi og pakkaðu niður farangri í samræmi við það. Skoðaðu upplýsingar um vegalengdir á milli staða, hvernig almenningssamgöngum er háttað og kynntu þér umferðarmenningu ef þú ætlar að vera akandi. Ef þú pantar leigubíl í gegnum forrit eins og Uber skaltu sannreyna bíltegund og nafn ökumanns áður en þú sest inn í bíl.

Menning og matur

Ólík lönd hafa ólíka menningu og þess vegna er gott að lesa sér til um þann menningarheim sem ætlunin er að heimsækja, kunna skil á siðum og hefðum til að vita á hverju þú mátt eiga von. Á framandi málsvæðum kemur sér vel að þekkja nokkur einföld orð og orðasambönd á viðkomandi tungumáli, s.s. halló, góðan dag og takk, og kann fólk yfirleitt vel að meta það.

Ómissandi upplifun á ferðalögum er að kynnast matarvenjum í viðkomandi landi með því að leita uppi veitingastaði með „local food“ sem heimafólk sækir sjálft og mælir með. Vefsíður eins og TripAdvisor geta síðan hjálpað til við að velja veitingastaði sem falla vel að smekk hvers og eins. Best er að drekka vatn úr flöskum ef einhver vafi er um gæði kranavatns.

Pakkað í töskuna

Pakkaðu aðeins þeim fötum sem þú munt líklega klæðast á ferðalaginu. Best er að rúlla fötum upp til að hámarka pláss og gott er að nota pökkunarkubba til að skipuleggja og nýta rýmið sem best. Pakkaðu hlutum eins og lyfjum, sjúkravörum, sólarvörn, skordýrafælum, snyrtivörum og öðru sem getur lekið, í vatnsþéttan plastpoka með zip-lás. Mikilvægt er að þekkja reglur um vökva á bannlistum í flugi áður en pakkað er niður. Áberandi merkispjald og séreinkenni á tösku geta komið í veg fyrir að hún sé tekin í misgripum og auðvelda þér síðan að bera kennsl á hana á töskubelti og gefa lýsingu á henni ef hún glatast. Veldu alltaf endingargóða, sterka ferðatösku sem þolir allt það hnjask sem fylgir ferðalögum.

Ferðastu létt

Best er að geyma vegabréf, síma, peninga, kort, lykla og önnur verðmæti í mittistösku frekar en í axlar- eða handtösku því erfiðara er fyrir óprúttna aðila að hrifsa hana af þér. Á ferðalagi er lykilatriði að klæðast þægilegum og góðum skóm sem fara vel með fæturna og henta vel til göngu. Pakkaðu því sem þú nauðsynlega þarft í léttan bakpoka og nýttu þér þjónustu á borð við Bagdrop til að sjá um flutning og innritun á farangrinum frá BSÍ, það felur í sér mikið frelsi.

Góða ferð!

Þjónustuver

Þjónustuver

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400