Sjúkra- og loftdýnur
Sjúkra- og loftdýnur
Við bjóðum upp á úrval af sáravarnadýnum og sérhæfðum loftdýnum frá mismunandi framleiðendum. Frá Linet erum við með tvær tegundir af sáravarnadýnum; CliniCare og ViskoMatt. Sú fyrrnefnda er á samning við Sjúkratryggingar Íslands. Að auki erum við sérhæfðar loftdýnur Precioso og Virtuso frá samnefndum framleiðanda. Fyrir þá sem eru að leita að góðri en jafnframt hagstæðri sáravarnadýnu hefur dýnan Mercury frá DHG reynst hjúkrunarheimilum á Íslandi mjög vel.

Dyna-Form Mercury
DHG hefur í meira en áratug staðið að fræðslu og rannsóknum um áhættuþætti og forvarnir er varða legu- og þrýstingssár. Hönnun og lögun Dyna-Form Mercury stuðlar að dreifðu álagi á helstu þrýstingssvæði. Sjúkradýnurnar henta sérstaklega vel inn á hjúkrunar- og heilbrigðisstofnanir
Dyna-Form Mercury sáravarnadýnan fyrir einstaklinga í mjög mikilli (4. stig) sárahættu og uppfyllir stranga gæða staðla til varna myndun legu- eða þrýstingssár. Teygjanlegt áklæði (bi-elastic). Vatnsheld með öndunareiginleikum.
Tæknilýsing:
- Stærð: 198x88x15 cm
- Þyngd: 11 kg
- Hámarksþyngd notenda: 254 kg
*Möguleiki að panta sjúkradýnuna í ýmsum stærðum
Fræðsluefni og bæklingar
CliniCare30 (Linet)
CliniCare30 sáravarnadýnan fyrir einstaklinga í mjög mikilli (4. stig) sárahættu. Teygjanlegt áklæði (bi-elastic). Vatnsheld með öndunareiginleikum. Vörn við bruna (CRIB7; CRIB5). Sótthreinsun 71°C í 3 mínútur að lágmarki. Rennilás 270° Teningaskorinn GELTEX (dregur úr hita/raka) svampur
Tæknilýsing:
- Stærð: 200x90x14 cm
- Þyngd: 13 kg
- Hámarksþyngd notenda: 200 kg
CliniCare10 (Linet)
CliniCare10 sáravarnadýnan fyrir einstaklinga í mjög mikilli (4. stig) sárahættu. Teygjanlegt áklæði (bi-elastic). Vatnsheld með öndunareiginleikum. Vörn við
bruna (CRIB7; CRIB5). Áklæðið má þvo á 71°C í lágmarki 3 mínútur fyrir
sótthreinsun. Rennilás 270°. Teningaskorinn VISCO svampur við höfða- og fótalag. Tengingaskorinn kaldsvampur við mjaðmasvæði.
Tæknilýsing:
- Stærð: 200x90x14 cm
- Þyngd: 13 kg
- Hámarksþyngd notenda: 200 kg
Fræðsluefni og bæklingar
Hágæða sjúkraloftdýna frá Linet sem býður upp á bestu mögulegu sáravörn fyrir einstaklinga í mikilli sárahættu. Er ætluð til notkunar á almennum deildum á heilbrigðisstofnunum og sérhæfðum úrræðum. Loftdýnan hentar mjög vel með Latera Thema veltirúminu

Fræðsluefni og bæklingar

Aníta Jóhannesardóttir
Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf