Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita
Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Tjáskiptalausnir og umhverfisstjórnun

Tjáskiptalausnir til tjáskipta

Við bjóðum upp á fjölbreyttan búnað til tjáskipta frá sænska fyrirtækinu Tobii Dynavox. Tjáskiptabúnaður hentar jafnframt börnum sem fullorðnum einstaklingum sem hafa takmarkaða færni til að tjá sig eða geta ekki notað hefðbundin tölvubúnað.

Panta þjónusturáðgjöf
TJÁSKIPTABÚNAÐUR

Við færum þér tjáskiptabúnað til tjáskipta

Val á búnaði fer eftir færni viðkomandi einstaklings og hans þörfum.

Hægt er að stýra búnaðnum með:

 • Augnstýringu (e. eyegaze)
 • Augnstýringu og rofa (e. switch)
 • Rofatengi (e. switch and scanning)
 • Snertiskjá (e. touch)

Búnaðurinn er aðlagaður að notandanum og getur fylgt eftir hans færni. Að auki bjóðum við upp á breytt úrval af örmum og festingum frá Rehadapt til að auðvelda daglega notkun heima, í vinnu eða skóla.

HUGBÚNAÐUR TIL TJÁSKIPTA

Tobii Dynavox hefur búið til öflugan hugbúnað sem getur nýtt sér íslensku raddirnar okkar sem gerir notandanum kleift að tjá sig með tali. Hugbúnaðurinn Communicator 5 keyrir á Windows stýrikerfi frá Microsoft og er auðvelt í notkun. Hugbúnaðurinn hefur að geyma öflugt myndasafn sem auðveldar alla vinnu við að útbúa tjáskiptaborð eða orðasöfn í myndum eða máli.

ARMAR OG FESTINGAR

Armar og festingar fyrir tjáskipta- og umhverfisbúnað

Til að geta nýtt sér búnað til tjáskipta eða umhverfisstjórnun er mikilvægt að hægt sé að koma honum þægilega fyrir daglega notkun.

Hvort sem þú ert á ferðinni eða heima þá bjóðum við upp á úrval af örmum og festingum. Við leggjum okkur fram að finna persónulega lausn sem hentar þínum þörfum.

Helstu lausnir

 • Gólfstandur – hæðastillanlegur, ferðaútgáfu (hægt að leggja saman), krabbaútgáfu (þungt lóð fyrir miðju arm)
 • Hjólastólaarmur – festur á stell, sæti eða bak, auðvelt að smella af og leggja saman (Magic Arm).
 • Borðstandur – með klemmu (Magic Arm) og lausan með stömum fótum.

Meðal helstu eiginleika:

 • Burðargeta armsins getur verið allt að 6kg
 • Armar á hjólastól eru bæði léttir en jafnframt stöðugir til að einstaklingur geti treyst á að armurinn haldið stöðu við notkun
 • Armarnir henta á allar tegundir af hjólastólum og bjóðum við upp á úrval festinga til að tryggja að enginn verði útundan.

Samsetningarmöguleikarnir eru óendanlegir og auðvelt er að finna réttu lausnina í samvinnu við fagaðila og notanda.

Vörulisti frá Rehadapt

Lausnir til tjáskipta

Lausnir til tjáskipta

Monty 3D HD armur

 • Sterkbyggður og öflugur armur til að festa á hjólastól
 • Tekur allt að 3,2 kg.
Lausnir til tjáskipta

Telelock gólfstandur

 • Hækkanlegur gólfstandur sem býður upp á sveigjanlegan arm
 • Tekur allt að 6 kg.
Lausnir til tjáskipta

Ferða gólfstandur

 • Hækkanlegur gólfstandur sem auðvelt er að fella saman og geyma í tösku

FRÆÐSLU OG KYNNINGARMYNDBÖND

Hrönn Birgisdóttir

Sérfræðingur / iðjuþjálfi Velferð og ráðgjöf

Stefán E. Hafsteinsson

Vörustjóri / iðjuþjálfi Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um tjáskiptalausnir og umhverfisstjórnun