
APPIÐ
Snjallöryggi er ný lausn fyrir heimili og sumarhús. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna heimilinu hvar sem er og hvenær sem er í appi í snjallsíma.
Við appið er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar, snjallperur og snjalltengi sem gera þér kleift að kveikja og slökkva á raftækjum. Snjallöryggi styður fjölda annarra snjalleininga.
Snjallreglur
Í appinu getur hver notandi sett upp snjallreglur sem virkja sjálfvirkar aðgerðir í kerfinu, t.d. láta vita þegar barn kemur heim úr skóla, láta raftæki eða snjallperu slökkva á sér sjálfvirkt þegar kerfi er sett á vörð eða setja myndavél í hreyfiskynjara á upptöku við öll innbrotsboð.