Viðskiptavinir Öryggismiðstöðvarinnar geta valið á milli þráðlausra eða víraðra lausna eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. Einnig er fáanlegt app til þess að stjórna öryggiskerfinu og sjá um notendaumsjón.
Öryggismiðstöðin býður upp á úrval lausna sem hægt er að sérsníða að þörfum viðskiptavina hverju sinni. Við öryggiskerfið er hægt að tengja reykskynjara, gasskynjara, vatnslekaskynjara, rúðubrotsskynjara, hurðaskynjara, hitaskynjara, sírenur, snjalllása og myndavélar. Öllu kerfinu er stjórnað úr sama appinu, með fjarstýringu, talnaborði og/eða aðgangskorti.
Fjölbreyttur aukabúnaður er fáanlegur eins og vatnslokar, snjalltenglar, snjallrofar og endurvarpar sem framlengja sendistyrk og útiskynjarar sem eru með eða án myndavéla.
Öryggiskerfi frá Ajax er hægt að tengja stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem starfrækt er allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Þegar viðvörunarboð berast til stjórnstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til þess að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir.
Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar og við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þínu heimili, sumarhúsi eða fyrirtæki.