Aðgangsstýrð hlið gefa fyrirtækjum möguleika á að stýra aðgangi að tilteknum svæðum, innan eða utandyra.
Með aðgangsstýrðum hliðum geta fyrirtæki til dæmis stýrt aðgangi viðskiptavina úr móttöku inn á starfsmannasvæði. Aðrar lausnir stýra aðgangi að bílastæðum og vörumóttökum með bómuhliði eða aksturshliði.
Þurfi umgengni að takmarkast við einn gest í einu eru fáanleg hlið eða slússur sem útiloka aðgang fyrir fleiri. Þau eru fáanleg í mismunandi útgáfum, hvort sem er fyrir notkun innandyra eða utan. Allt frá einföldum útgátum í slússur sem uppfylla hæstu öryggistaðla og kröfur.
Bómuhlið og önnur aksturshlið eru fáanleg í mörgum stærðum og gerðum. Bómur eru mismunandi langar eftir aðstæðum og opnunarmöguleikar eru með síma, fjarstýringu eða aðgangslesara. Bómuhlið geta tengst aðgangskerfum eða staðið sjálfstætt eftir óskum viðskiptavina hverju sinni.
Vinsælt er að stýra aðgangi farartækja að sumarhúsasvæðum með bómuhliði og öryggissvæði eru víða tryggð með öflugri lausnum eins og rennihliðum.
Einnig eru notaðir stöplar sem koma upp úr jörðinni og varna því að óvelkomnir gestir aki inn á lokuð svæði eða utan opnunartíma.
Gönguhlið stýra aðgangi að völdum svæðum og hægt er að stýra þeim með aðgangskerfi og lesara sem veitir aðgang. Þá er umferð skráð í miðlægan hugbúnað og auðvelt að kalla fram skýrslur um notkun.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á lausnum.