Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Fyrirvarar

Fyrirvarar við tilboð

Almennir fyrirvarar sem gilda með tilboðum í boðnar lausnir Öryggismiðstöðvarinnar.

 • Tiboð miðast við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá verkkaupa.
 • Ferðatími, ferðakostnaður og uppihald er ekki innifalið í tilboðum og greiðast samkvæmt útlögðum kostnaði.
 • Tilboð miðast við að verk sé unnið í samfelldri lotu. Ef það er ekki hægt verður aukatími sem til þess fellur reikningsfærður sérstaklega.
 • Tilboð miðast við að verk sé unnið á almennum dagvinnutíma, sé óskað eftir vinnu utan dagvinnutíma greiðist sú vinna sérstaklega.
 • Engin önnur vinna en sú sem upp er talin í tilboði er innifalin.
 • Tilboð í forritun eða stillingar á hugbúnaði miðast við grunnforritun nema annað komi fram fyrir gerð tilboðs og skal þá forritunarlýsing vera til staðar við upphaf uppsetningar á kerfi.
 • Tilboð í prófanir á búnaði miðast við einingafjölda í tilboði, sé ekki hægt að prófa búnað í samfelldri lotu greiðist sérstaklega fyrir það.
 • Tilboð í vinnuliði miðast við gildandi gjaldskrá hverju sinni.
 • Tilboð miðast við að tilboði sé tekið í heild, ekki einstaka liðum nema um annað sé samið.
 • Flutningur á búnaði á verkstað er ekki innifalin í tilboði
 • Allur endabúnaður skal tengdur samkvæmt útgefnum leiðbeiningum frá Öryggismiðstöðinni.
 • Miðað er við að lofthæð sé minni en 3,5 mtr.
 • Leiga á vinnulyftum/pöllum er ekki innifalin í tilboðum.