Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Öryggismiðstöðvarinnar

1. Tilgangur og umfang

Jafnréttisstefna Öryggismiðstöðvarinnar byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

2. Stefna

Markmið stefnunnar er að koma á og viðhalda jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, uppruna, aldri og/eða trúarbrögðum. Störf verði ekki flokkuð sem karla- eða kvennastörf og standi öllum til boða óháð kyni. Við ráðningar verði leitast við að jafna hlutföll kynjanna, að uppfylltum hæfnisskilyrðum. Starfsmenn njóti sömu tækifæra til starfsþróunar, símenntunar, endurmenntunar og framgangs í starfi óháð kyni. Starfsmenn hafi sömu tækifæri til að samræma vinnu og einkalíf, svo sem við fæðingarorlof, leyfi vegna veikinda barna og annan sveigjanleika óháð kyni. Starfsmenn njóti sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna; þ.m.t. varðandi vinnutíma óháð kyni. Starfsumhverfi fyrirtækisins skal vera laust við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi í samræmi við reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

3. Stefna samþykkt

Samþykkt í stjórn Öryggismiðstöðvarinnar 04.11.2021

STE-0450 Jafnréttisstefna Öryggismiðstöðvarinnar