Yfirlitsmyndir og flóttaleiðateikningar
Vísaðu leiðina úr hættunni
Yfirlitsmyndir eða teikningar þurfa að vera til staðar við stjórnstöðvar brunaviðvörunarkerfa. Þær eru gerðar samkvæmt gildandi byggingareglugerð og þurfa að vera aðgengilegar í nálægð við stjórnstöð kerfis og í handbók þess.

Leiðin út þegar hætta ber að
Yfirlitsmyndir eða teikningar þurfa að vera til staðar við stjórnstöðvar brunaviðvörunarkerfa.
Á yfirlitsmynd eru atriði sem tilheyra brunaviðvörunarkerfinu og sýna staðsetningu skynjara og upplýsingar um vistfang þeirra til þess að auðvelda skilning og lestur á viðbragðsboðum sem frá brunaviðvörunarkerfi koma.
Yfirlitsmyndir brunaviðvörunarkerfa eru gerðar samkvæmt gildandi byggingareglugerð og þurfa að vera aðgengilegar í nálægð við stjórnstöð kerfis og í handbók þess.
Flóttaleiðir verða að vera sýnilegar
Flóttaleiðir úr byggingum þurfa að vera til staðar og sýnilegar á sérstökum flóttaleiðateikningum sem hengdar eru upp á áberandi stað.
Flóttaleiðateikningar þurfa að vera auðveldar aflestrar og sýna vel staðsetningu mikilvægra öryggisþátta:
- útljósa
- slökkvitækja og brunaslangna
- handboða til þess að virkja brunaviðvörunarkerfa
- næstu flóttaleið
- safnstaði rýmingar
Öryggismiðstöðin gerir bæði yfirlitsmyndir og flóttaleiðateikningar fyrir allar gerðir bygginga.
Tengdar vörur

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra


Pantaðu tíma hjá ráðgjafa
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um yfirlitsmyndir og flóttaleiðateikningar.
Eða hringdu í síma
570 2400