Öryggiskerfi
Verjum verðmæti
Öryggiskerfi eru mikilvægar lausnir til þess að auka öryggi í umhverfi okkar. Mikilvægt er að hafa í huga að rétt valin og rétt hönnuð lausn fyrir mismunandi aðstæður skiptir öllu máli. Fjölbreyttar lausnir eru í boði til þess að verja fólk, húsnæði og önnur verðmæti fyrir hinum ýmsu vágestum.

Heimilisöryggi
Heimilisöryggi er öryggiskerfi fyrir heimili, sumarhús og minni fyrirtæki. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna öryggiskerfinu hvenær og hvaðan sem er í appi í snjallsíma eða spjaldtölvu.
- Stjórn og yfirsýn hvar og hvenær sem er
- Fjölbreytt úrval skynjara
- Tengingar við annan þráðlausan búnað
- Sjálfvirkar reglur
- Stýrðu mörgum Snjallkerfum í sama appi

Fyrirtækjaöryggi
Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr hættu á innbrotum og oft og tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón. Þjónustan er algerlega sniðin að þínum þörfum.
- Innbrotaviðvörun
- Vöktun
- Kerfi tengd stjórnstöð
- Viðvörunarkerfi
- Brunavarnir

Verðmætaskápar
Flestir eiga verðmæti eins og mikilvæg skjöl, afrit af tölvugögnum, vegabréf, skartgripi og fleira, sem best eru geymd á öruggum stað.
- Verðmætaskápar af öllum gerðum
- Skjalaskápar
- Lyklaskápar og öryggishólf
- Öryggishurðir

Vöruvernd
Vöruverndarhlið fyrir verslanir eru fáanleg fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þau hafa bæði fælandi áhrif ásamt því að virkja viðvörun fari vara út úr verslun án þess að greitt hafi verið fyrir.
- Vöruverndarmerki í mörgum útgáfum
- Öryggissnúrur fyrir dýr tæki
- Miðlægt stjórnkerfi

Skimunarlausnir
Skimunarlausnir til öryggisleitar fást í fjölbreyttu úrvali. Ólíkar útfærslur henta við mismunandi aðstæður eins og til dæmis fyrir flugvelli, hafnir og fangelsi.
- Gegnumlýsingarbúnaður
- Snefilgreinir
- Málmleitarhlið

Neyðarlýsingarkerfi
Neyðarlýsingarkerfi eru neyðarljós sem sett eru upp á valin svæði og miðast við lágmarkslýsingu sem kviknar sjálfkrafa við straumrof. Tilgangur þeirra er að skapa öryggi, vernda líf og heilsu verði rof á rafmagni.
- Neyðarlýsing við straumrof
- Sjálfvirkar virkniprófanir
- Miðlægur stjórnbúnaður