Myndvöktun frá stjórnstöð er myndeftirlitskerfi beintengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.
Myndavélar búnar greiningarlausnum vakta og gera viðvart um óæskilega umferð á vöktuðu svæði á skilgreindum vöktunartíma.
Aðvaranir berast til stjórnstöðvar sem getur skoðað lifandi myndir úr skilgreindum myndavélum, greint aðstæður og sent öryggisvörð á vettvang.
Þá er öðrum viðbragðsaðilum, til dæmis slökkviliði eða lögreglu, gert viðvart sé þess þörf.
Mögulegt er að virkja sjálfvirk skilaboð um hátalara sem aðvara um vöktun og að viðbragðsaðilum hafi verið gert viðvart.
Myndvöktun hentar vel þeim sem verja þurfa opin svæði fyrir ágangi og óboðnum gestum.