Skápalæsingakerfi eru læsingar og rekstrarkerfi sem halda utan um skráningu viðskiptavina og aðgangsheimildir að starfsmannaskápum og búningaskápum. Lausnirnar henta fjölbreyttum aðstæðum allt frá sundlaugum og líkamsræktarstöðvum til búningaskápa fyrir starfsmenn á skrifstofum, stofnunum, fyrirtækjum og nemendum í skóla.
Læsingarnar fást þráðlausar sem henta fyrir mismunandi gerðir skápa og aðstæður. Þær tryggja örugga og áreiðanlega læsingu með einfaldri uppsetningu og lágmarks viðhaldi. Rafhlöðuending læsinga er allt að 10 ár. Einnig er boðið upp á víraðar læsingar.
Kerfið heldur utan um einskiptis gesti jafnt sem fasta áskrifendur og tengist afgreiðslu- og sölukerfi, sem og viðeigandi greiðslulausnum.
Aðgangskort eða armbönd eru fáanleg í miklu úrvali sem greiða götu gesta um gönguhlið, búningaskápa og geta jafnvel nýst til greiðslu fyrir veitingar, vörur og þjónustu á meðan dvölinni stendur.
Ítarlegir skýrslugerðarmöguleikar eru fáanlegir sem gefa rekstraraðilum góða yfirsýn um fjölda gesta, veltu, viðverutíma og fleira.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á lausnum.
Miðlægur hugbúnaður sér um útgáfu aðgangsheimilda á aðgangskort gesta eða sendir farsímaskilríki til gesta sem veitir þeim heimild til þess að opna herbergi á tilteknum tíma með snjallsíma.
Læsingakerfin fást í mörgum útgáfum og sérfræðingar okkar veita ráðgjöf við val á hentugri lausn.
Öryggismiðstöðin er í samstarfi við Gantner, sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu á háþróuðum lausnum fyrir aðgangsstýringu, skápalausnir, tímaskráningu og lausnum fyrir snertilausar greiðslur. Með yfir 40 ára reynslu hefur Gantner byggt upp sínar öflugu lausnir á stöðum eins og baðstöðum, heilsuræktarstöðvum, hótelum, menntastofnunum og fyrirtækjum sem leita að nútímalegum og öruggum aðgangslausnum. Þeir bjóða upp á fjölbreyttar lausnir sem allar eru hannaðar til að auka öryggi og þægindi fyrir notendur.
Samstarf Öryggismiðstöðvarinnar og Gantner hefur gert kleift að innleiða háþróaðar öryggislausnir sem tryggja bæði áreiðanleika og hámarks öryggi fyrir viðskiptavini okkar. Með sameiginlegri áherslu á gæði og nýsköpun hefur þetta samstarf stuðlað að bættri þjónustu og auknu öryggi.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um aðgangskerfi fyrir baðstaði.
Eða hringdu í síma
570 2400