SLÖKKVITÆKI, BRUNASLÖNGUR OG ÞJÓNUSTA

 

  

Slökkvitæki

  

Rétt staðsett slökkvitæki af réttri gerð getur skipt sköpum.

Öryggismiðstöðin býður allar tegundir slökkvitækja ásamt því að sinna reglubundnu eftirliti með þeim.

Sú almenna regla gildir að yfirfara skal öll slökkvitæki árlega.

Einnig er hægt að velja úr fjölbreytilegu úrvali brunaslangna á keflum.

Öryggismiðstöðin flytur inn handslökkvitæki frá þekktum framleiðendum,
m.a. frá Jactone í Bretlandi, Ogniochron í Póllandi og A. Werner í Þýskalandi.

Slökkvitæki frá þessum aðilum hafa verið á markaði í áratugi og reynst afar vel.

Pantaðu ráðgjöf


Brunaslöngur

Frá finnska fyrirtækinu Pivaset býður Öryggismiðstöðin fjölbreytt úrval brunaslönguhjóla.

Þetta eru bæði stök brunaslönguhjól til uppsetningar beint á vegg eða þá í innfelldum eða utanáliggjandi skápum.

Pivaset brunaslönguhjólin eru sérlega vönduð, skáparnir eru smekklegir og hægt er að velja um mismunandi útlit.

Skáparnir eru úr 1,5 mm galvaniseruðu stáli, sprautaðir með epoxy duftlakki í gráum lit (Fáanlegt í hvítu eða rauðu- sérpantað). Hurðir opnast 180° og hjólið fylgir hurðinni.

Brunaslöngur

Slokkvitaeki-thjonusta-verkstaedi

Þjónusta slökkvitækja

Samkvæmt reglugerð um viðhald handslökkvitækja ber eiganda og / eða umráðamanni að láta viðurkenndan aðila yfirfara og skoða handslökkvitæki sín árlega.

Slökkvitækjaverkstæði Öryggismiðstöðvarinnar er viðurkennt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Siglingastofnun Íslands, og hefur einnig hlotið vottun Det Norske Veritas og Lloyds Register til að annast viðhald slökkvitækja og annars búnaðar til brunavarna í mannvirkjum og skipum.

Starfsmenn slökkvitækjaverkstæðis hafa m.a. lokið námskeiðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eftirlit og viðhald með handslökkvitækjum.

Öryggismiðstöðin býður uppá alla slökkvitækjaþjónustu, m.a. reglubundið eftirlit samkvæmt þjónustusamningi, þolprófanir og endurhleðslu.


Eldvarnarteppi fyrir bíla

LEADER STOP

 

- Bráðsnjöll eldvörn sem býður
upp á skjót viðbrögð

- Tilvalin fyrir þá sem eru að
koma sér upp hleðslustöðvum

 • Einföld lausn til að ná stjórn á eldi í bíl um leið og hann kemur upp
  • Fljótlegt tveggja manna verk
 • Sérhannað til þess að einangra og kæfa eld
 • Spornar við útbreiðslu elds og kemur þannig í veg fyrir frekara tjón
 • Kemur í veg fyrir útbreiðslu reyks og eiturefna
 • Gefur viðbragðsaðilum tíma til þess að koma sér á vettvang
 • Má einnig nota á mótorhjól, eld í ruslagámum sem og eld í vinnuvélum
 • Eingöngu slökkviliðsmenn mega fjarlægja LEADER STOP
  af bíl sem kviknað hefur í

LEADER STOP myndi henta vel á eftirfarandi stöðum:

 • Bílasölur
 • Bílakjallara
 • Opin stæði
 • Bílastæðahús
 • Bifreiðaverkstæði
 • Bensínstöðvar
 • Ferjur

Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar um þessa vöru

Smelltu hér til þess að hafa samband við ráðgjafa

Efni, stærð og þyngd:

 • Sterkt hita- og eldþolið glertrefjaefni
 • Slekkur eldinn með því að loka á súrefni
 • Gott hitaþol
 • Viðhaldsfrítt
 • 48 m² (6m x 8m)
 • 25 kg

Geymslukassi:

 • Mál: 83 x 33 x 33 cm

   

LEADER STOP

- ELDVARNARTEPPI


Brunaviðvörunarkerfi

Fyrir allar stærðir húsnæðis

 

Þar sem gerð er krafa um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi þurfa þau að fylgja reglugerðum um hönnun slíkra kerfa. Söluráðgjafar Öryggismiðstöðvarinnar ráðleggja við val og hönnun. Þar sem gerð er krafa um brunaviðvörunarkerfi er einnig farið fram á að það sé tengt til viðurkenndrar vaktstöðvar og sé yfirfarið og prófað árlega.

Í sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi er:

 • Stjórnstöð, sem tekur við boðum, gefur viðvaranir og vaktar allan búnað.
 • Skynjarar, til dæmis optískir, hitaskynjarar, sambyggðir reykskynjarar og reyksogskerfi.
 • Viðvörunargjafar, til dæmis sírenur, ljósgjafar, bjöllur eða hljóðkerfi.

Brunaviðvörunarkerfi skiptast í tvær grunngerðir:

 • Númeruð brunaviðvörunarkerfi
 • Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi.

Báðar gerðir hafa þann tilgang að skynja eld í byggingum og vara fólk á staðnum við, ásamt því að koma boðum til viðurkenndrar vaktstöðvar sem kallar út slökkvilið.   


Númeruð brunaviðvörunarkerfi

Númeruð brunaviðvörunarkerfi eru uppbyggð þannig að gagnvirk samskipti fara fram milli stjórnstöðvar og búnaðar víðsvegar um bygginguna. Á stjórnstöð kemur fram nákvæm staðsetning eldsupptaka. Næmni skynjara í númeruðum brunaviðvörunarkerfum er hægt að stilla og laga að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Virkni viðvörunargjafa og stýringa er ákveðin eftir því hvaðan boð koma. T.d. er hægt að ræsa hljóðgjafa strax í þeim hluta húss sem að boð eru upprunnin úr, en með seinkunn annarstaðar. Það forgangsraðar rýmingu hússins og veldur minna ónæði ef að um falsboð er að ræða.

Öryggismiðstöðin býður fjölbreytt úrval vandaðra númeraðra brunaviðvörunarkerfa frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum, m.a. C-TEC, NSC og Simens. 

Öryggismiðstöðin er með umboð fyrir skynjara frá Apollo i Englandi, sem er einn virtasti framleiðandi kerfisskynjara í heiminum í dag, enda eru Apollo skynjarar þekktir fyrir áreiðanleika og fallegt útlit.

Við númeruð brunaviðvörunarkerfi er hægt að tengja skjámyndakerfi til að auðvelda yfirsýn og einfalda viðbrögð við eldboðum.


Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi

Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi eru uppbyggð þannig að skynjarar og handboðar tengjast inn á rásir í stöðinni, mest tuttugu á hverri rás. Hver rás er þá tiltekin húshluti eða hæð. Stöðvar eru algengastar 2, 4 og 8 rása. Þegar skynjari skynjar eld þá kemur eldboð á viðkomandi rás og notandi þarf að leita innan þess svæðis að þeim skynjara sem gaf boð.

Viðvörunargjafar eru tengdir inn á bjöllurásir sem eru yfirleitt tvær. Ekki er hægt að stýra einstökum viðvörunargjöfum.

Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi eru mest notuð í smærri húsum

Öryggismiðstöðin býður vönduð rásaskipt brunaviðvörunarkerfi frá C-Tec.

Öryggismiðstöðin er með umboð fyrir skynjara frá Apollo i Englandi, sem er einn virtasti framleiðandi kerfisskynjara í heiminum í dag, enda eru Apollo skynjarar þekktir fyrir áreiðanleika og fallegt útlit.


Skynjarar fyrir sértækar aðstæður

ReyksogskerfiMikil næmni

Á mikilvægum stöðum er oft farið fram á mikla næmni til að skynja eld á algjöru byrjunarstigi. Þar eru reyksogskerfi vænlegur kostur og henta afar vel til reykskynjunar í t.d. tölvusölum, rofasölum o.þ.h. 

Reyksogskerfi byggja á þeirri tækni að sérstakur búnaður sogar stöðugt loftsýni úr viðkomandi rými í gegn um röralögn og ofurnæman laser-skynjara sem getur gefið viðvörun á nokkrum stigum. Fyrir þessar aðstæður býður Öryggismiðstöðin VESTA reyksogskerfi frá Xtralis sem er einn virtasti framleiðandi slíkra kerfa í heiminum.

Reyksogskerfi í gripahúsMikið ónæmi gagnvart ryki og óhreinindum

Fyrir iðnaðarhúsnæði býður Öryggismiðstöðin sérhönnuð reyksogskerfi frá Xtralis.

Öryggismiðstöðin býður nú einnig upp á brunaviðvörunarkefi sem eru sérsniðin að aðstæðum í gripahúsum.  Í samstarfi við fyrirtækið Elotec AS í Noregi bjóðast nú viðurkennd brunaviðvörunarkerfi sem hafa margsannað ágæti sitt í gripahúsum.

Rannsóknir í Noregi hafa sýnt að sérhönnuð reyksogskerfi séu nánast það eina sem getur gengið vandræðalítið við þær erfiðu aðstæður sem eru til staðar í gripahúsum.

Stór opin rými og erfiðar aðstæður

Opin rými

Xtralis hefur þróað skynjara sem kallast OSID. Hann notar bæði innrautt og útfjólublátt ljós til að vakta svæði.

Þessar tegundir af ljósi bregðast mismunandi við reyk en eins við ryki og það auðveldar skynjaranum að greina á milli hvort að um raunboð sé að ræða.

Frystiklefar

Frystiklefar eru með erfiðari stöðum sem þarf að verja. Ísing og hitamismunur gera flestum brunaviðvörunarkerfum erfitt fyrir.

Í litlum frystum með lofthæð undir sex metrum er hægt að nota hitastreng til vöktunar. En í stóra frysta með lofthæð yfir sex metrum þarf að nota sérhönnuð reyksogskerfi.


Sjálfvirk slökkvikerfi

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval slökkvikerfa

Notkun á sjálfvirkum slökkvikerfum hefur aukist á undanförnum árum. Í boði eru nokkrar útfærslur af slíkum kerfum sem þó eiga það allar sameiginlegt að koma í veg fyrir að eldur fái tækifæri til að magnast upp og valda skemmdum. Öll þessi kerfi þarf að yfirfara og prófa árlega.

Til að eldur geti logað þá þarf að vera til staðar eldsmatur, súrefni og hiti. Á milli þessara þátta þarf síðan að vera efnafræðileg keðjuverkun. Þessu er best lýst með bruna-pýramítanum. Til að slökkva eld og hindra enduríkveikju þarf að fjarlægja, eða allavega minnka eina hlið pýramídans.

Í dag er gerð krafa um að slökkvikerfi séu skaðlaus mönnum og umhverfi ásamt því að valda ekki tjóni á búnaði.

Slökkvikerfi í rými með viðkvæmum búnaði 

Í þeim hluta byggingar þar sem er viðkvæmur búnaður, t.d. tölvubúnaður eða annað sem þolir illa vatn er oft sett gasslökkvikerfi í stað vatnsúðakerfis. Við þessar aðstæður eru oftast notuð kerfi sem annað hvort minnka súrefni í rýminu eða draga til sín hita þannig að eldur getur ekki logað. Öryggismiðstöðin býður báðar þessar gerðir. Þetta eru kerfi sem eru skaðlaus fyrir menn, umhverfi og búnað. Engin óþrif verða við afhleypingu.

Argonite gaskerfi minnkar súrefni í rýminu niður fyrir þau mörk að eldur geti logað. Novec 1230 fjarlægir hita. Þessi kerfi henta fyrir t.d. tæknirými, gagnaver, listaverkageymslur, vélarúm stærri skipa og fl.

 

Slokkvikerfi i lokudu rymi

Slökkvikerfi í atvinnueldhús

Til að verja háfa og eldunartæki í atvinnueldhúsum eru notuð froðu slökkvikerfi (Wet Chemical). Þau slökkva eld með því að úða kvoðu yfir flötinn. Við það kemst ekki lengur súrefni að eldinum og enduríkveikja verður ekki möguleg. Þessir eiginleikar eru mjög mikilvægir því að þó eldur hafi verið slökktur þá er talsverð hætta á að eldur kvikni aftur.

Stútum og skynjurum er komið fyrir þannig að þeir úða yfir eldunartæki, eftir háfnum og upp í útsogið. Þess er gætt að stútar og hitanemar hindri ekki eðlilegt aðgengi að eldunartækjum. Kerfin frá Amerex hafa verið áreiðanleg og reynst vel.

 

VÉLARÚM BÁTA OG RÝMI ÁN TÖLVUBÚNAÐAR

Í vélarúmi minni báta og rými án tölvubúnaðar eru oft notuð Aerosol slökkvikerfi. Við afhleypingu verða til agnir sem ganga inn í efnaferli brunans og koma í veg fyrir að eldsmatur geti brunnið. Þessi kerfi hafa góða slökkvieiginleika og eru skaðlaus umhverfi, mönnum og búnaði. Við afhleypingu verður til ryk sem þarf að þrífa eftir á.

FirePro Aerosol slökkvieiningar eru vinsæl lausn þar sem þörf er á hagkvæmum og öflugum slökkvimiðli.

Velarum bata

 


Neyðarlýsing og merkingar

Öryggismiðstöðin leitast við að eiga á lager algengustu gerðir leiðbeiningaskilta.

Skiltin eru ætluð til að leiðbeina um staðsetningu handslökkvitækja, brunaslangna o.þ.h. þau eru til bæði sjálfýsandi eða ekki.

Samkvæmt reglugerð um handslökkvitæki ber að merkja staðsetningu slökkvitækja og brunaslangna með viðurkenndu skilti.

Einnig eru fáanleg skilti til að merkja flóttaleiðir með táknum samkvæmt Evrópustaðli, og eru þau öll sjálflýsandi í ákveðinn tíma eftir að ljós fer af byggingunni.

Flest skiltin eru fáanleg annaðhvort sjálflýsandi eða ekki sjálflýsandi.

Vandaðir neyðarljósalampar eru líka á boðstólnum. Öryggismiðstöðin getur líka boðið fullkomin sjálfvirk neyðarlýsingakerfi, þar sem allir lampar eru vaktaðir af stjórnstöð.

Pantaðu ráðgjöf

Neyðarlýsing og merkingar


Við erum sérfræðingar í brunavörnum - fáðu ókeypis ráðgjöf

Brunavarnir

Við erum með þér til öryggis