Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Brunavarnir

Aukið öryggi

Með öflugum brunavörnum er hægt að koma í veg fyrir að mannslíf og verðmæti verði eldi að bráð. Brunavarnir eru samsettar af mismunandi lausnum sem eru hannaðar og settar upp eftir mismunandi þörfum. Fræðsla og eftirlit með brunavörnum er ekki síður mikilvæg og reglubundnar rýmingaræfingar nauðsynlegar.

Slökkvitæki og brunaslöngur

Rétt staðsett slökkvitæki af réttri gerð getur skipt sköpum ef eldhætta skapast. Öryggismiðstöðin býður allar tegundir slökkvitækja, brunaslangna og eldvarnarteppa.

Margvíslegir möguleikar
  • Slökkvitæki og eldvarnarteppi
  • Brunaslöngur
  • Slökkvitækjaþjónusta
  • Viðurkenndur skoðunaraðili
Nánar

Brunaviðvörunarkerfi

Brunaviðvörunarkerfi eru órjúfanlegur hluti af ábyrgum rekstri húsnæðis. Þau eru samanstanda af stjórnstöð, sem tekur við boðum, gefur viðvaranir og vaktar skynjara, og öðrum búnaði sem tengdur er við kerfið.

Margvíslegir möguleikar
  • Margar tegundir skynjara
  • Miðlæg stjórnstöð
  • Reyksogskerfi
  • Vöktun allan sólarhringinn
Nánar

Slökkvikerfi

Slökkvikerfi eru áhrifarík lausn til þess að slökkva eld sem upp getur komið í rýmum sem eru mikilvæg fyrir rekstur eða hýsa verðmæti. Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að koma í veg fyrir að eldur fái tækifæri til þess að magnast upp og valda skemmdum.

Margvíslegir möguleikar
  • Sjálfvirk slökkvikerfi
  • Froðuslökkvikerfi
  • Slökkvikerfi með föstum slökkvimiðli
Nánar

Yfirlitsmyndir og flóttaleiðateikningar

Yfirlitsmyndir eða teikningar þurfa að vera til staðar við stjórnstöðvar brunaviðvörunarkerfa. Þær eru gerðar samkvæmt gildandi byggingareglugerð og þurfa að vera aðgengilegar í nálægð við stjórnstöð kerfis og í handbók þess.

Innfalið í þjónustu
  • Yfirlitsmyndir
  • Flóttaleiðateikningar
Nánar

Eigið eldvarnaeftirlit

Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnaeftirlit með brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður þjónustusamninga um eldvarnaeftirlit sem tekur mið af reglugerð um eigið eftirlit.

Innfalið í þjónustu
  • Þjálfun starfsfólks
  • Slökkvistarf
  • Brunavarnir
  • Þjónustusamningar
Nánar
Óli Magg (1367×1367)

Eldvarnafulltrúar

Ábyrgð á eldvörnum er á hendi eigenda byggingar í samræmi við lög nr.75/2000, sem og forráðamanns hennar. Eigendum bygginga, sem lúta eftirliti slökkviliðs hvað eldvarnir varðar, ber að tilnefna eldvarnafulltrúa bygginga.

Innfalið í þjónustu
  • Stuðningur við verkefni eldvarnafulltrúa
  • Útvistun hlutverks eldvarnafulltrúa
Nánar

Rýmingaræfingar

Rýmingaræfingar eru mikilvægar í byggingum þar sem mannfjöldi kemur reglulega saman og eru órjúfanlegur hluti af rýmingaráætlunum þeirra.

Innfalið í þjónustu
  • Aðstoð og ráðgjöf
  • Framkvæmd æfinga
Nánar

Reglubundið eftirlit öryggiskerfa

Reglubundið eftirlit öryggiskerfa er liður í því að rekstur öryggiskerfa til lengri tíma sé sem bestur og virkni kerfanna aðlöguð að þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða á byggingum.

Innfalið í þjónustu
  • Hlítni við kröfur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Virkni öryggiskerfa tryggð
  • Viðurkenndir sérfræðingar
Nánar