Eigið eldvarnareftirlit
Við aðstoðum með lögbundið eftirlit
Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnareftirlit með brunavörnum. Öryggismiðstöðin býður þjónustusamninga um eldvarnareftirlit sem tekur mið af reglugerð um eigið eftirlit.

Eldvarnareftirlit er lögbundið
Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis ber samkvæmt lögum 723/2017 að framkvæma með reglulegum hætti eigið eldvarnareftirlit með brunavörnum.
Eftirlitið snýr einkum að
- brunavörnum
- greiðum flóttaleiðum
- þjálfun starfsmanna í innra eldvarnareftirliti
- fyrstu viðbrögðum við eldsvoða
- slökkvistarfi
Að lágmarki þarf að gera sérstaka úttekt á eldvörnum og brunaöryggi einu sinni á ári.
Tryggja þarf fræðslu starfsfólks um viðeigandi viðbrögð komi upp eldur, að viðeigandi slökkvibúnaður sé fyrir hendi og aðgengilegur, og að rýmingaræfingar séu haldnar með reglulegum hætti.
Öryggismiðstöðin býður þjónustusamninga um eldvarnareftirlit sem tekur mið af reglugerð um eigið eftirlit með brunavörnum í atvinnuhúsnæði og er skjalfest að eftirliti loknu.
Reglugerð um eigið eftirlit eigenda og forráðamanna með brunavörunum í atvinnuhúsnæði.
Tengdar vörur

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Optískur reykskynjari - stakur

Eldvarnarteppi 1,1x1,1 mtr.

Reyk- og hitaskynjari samtengjanlegur með 10 ára rafhlöðuendingu


Pantaðu tíma hjá ráðgjafa
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um eigið eldvarnareftirlit.
Eða hringdu í síma
570 2400