Brunaviðvörunarkerfi eru órjúfanlegur hluti af ábyrgum rekstri húsnæðis. Þau eru samanstanda af stjórnstöð, sem tekur við boðum, gefur viðvaranir og vaktar skynjara, og öðrum búnaði sem tengdur er við kerfið.
Þegar eldur kviknar geta réttar brunavarnir skipt sköpum. Því fyrr sem viðvörun berst, því meiri líkur eru á að lágmarka tjón og koma í veg fyrir slys.
Brunaviðvörun með reyksogskerfi er næm, en áreiðanleg vöktun. Í slíku kerfi liggur röralögn með götum á ákveðnu bili um húsið. Götin eru skynjunarpunktar kerfisins, síðan er loftdæla í stjórnstöð sem sogar stöðugt loftsýni í gegn um götin að skynjara reyksogskerfisins. Kerfi hafa margþætt viðvörunarstig og breitt næmnisvið sem hægt er að stilla eftir þörfum. Ef reykur greinist virkjar kerfið hljóðgjafa og sendir boð til vaktmiðstöðvar og/eða í síma ábyrgðaraðila.
Gripahús er dæmi um húsnæði sem er viðkvæmt fyrir eldsvoða og því nauðsynlegt að þau séu búin áreiðanlegum viðvörunarkerfum. Ein hentugasta lausnin er reyksogskerfi sem hentar vel í rykugum og köldum rýmum. Slík kerfi henta einnig fyrir t.d. vöruhús, frystigeymslur, lyftusköft og lagnagöng.
Gagnaver, rannsóknastofur, listaverkageymslur, söfn og skjalageymslur eru dæmi um húsnæði þar sem mikilvægt er að skynja eld á byrjunarstigi til að koma í veg fyrir tjón. Ein hentugasta lausnin er næmt reyksogskerfi sem lætur vita við minnsta reyk.
Mikilvægt er að prófa brunaviðvörunarkerfi reglulega og yfirfara allar brunavarnir að lágmarki einu sinni á ári.
Mikilvægt er að rýmingaráætlanir séu til staðar og flóttaleiðir séu vel merktar og greiðfærar. Reglulegar æfingar geta gert gæfumuninn ef upp kemur eldur.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um brunaviðvörunarkerfi.
Eða hringdu í síma
570 2400