Ábyrgð á eldvörnum er á hendi eigenda byggingar í samræmi við lög nr.75/2000, sem og forráðamanns hennar. Eigendum bygginga, sem lúta eftirliti slökkviliðs hvað eldvarnir varðar, ber að tilnefna eldvarnarfulltrúa bygginga.
Eiganda ber að tilnefna eldvarnarfulltrúa fyrir þær byggingar sem hljóta skulu eftirlit slökkviliðs.
Eldvarnarfulltrúi fer fyrir samskiptum við slökkvilið og aðra fagaðila fyrir hönd eiganda eða umráðamanns byggingar.
Eldvarnarfulltrúi þarf að hafa lokið námskeiði á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um hlutverk og skyldur eldvarnarfulltrúa.
Eldvarnarfulltrúi getur verið starfsmaður á vegum eiganda eða umráðamanns, eða faglegur aðili.
Öryggismiðstöðin getur aðstoðað við framkvæmd verkefna eldvarnarfulltrúa eða séð alfarið um hlutverk og skyldur hans.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um eldvarnafulltrúa.
Eða hringdu í síma
570 2400