Fyrirtækjaöryggi er öryggiskerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna öryggiskerfinu og fylgjast með hvenær og hvaðan sem er í appi í snjallsíma eða spjaldtölvu. Við sjáum um að vakta boðin sem koma frá Fyrirtækjaöryggi, alla daga, allt árið um kring og sendum öryggisvörð á staðinn sé þess þörf.
Með öryggiskerfi geturðu dregið úr hættu á innbrotum. En öryggi snýst ekki aðeins um innbrot, vatnstjón geta valdið miklum skaða á eignum og truflað eða stöðvað rekstur. Með vatnslekaskynjurum færðu tafarlausa viðvörun um leka áður en hann veldur alvarlegum skemmdum. Brunavarnir eru ekki síður mikilvægar. Við öryggiskerfið er hægt að tengja reykskynjara, sem tryggir skjótt viðbragð við eldhættu og reyk.
Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari áhættu og lágmarka líkur á tjóni eða koma í veg fyrir það.
Helstu kostir Fyrirtækjaöryggis:
Með öryggiskerfinu fylgir Fyrirtækjaöryggis appið
Í appinu er hægt að gera ýmislegt, sem dæmi má nefna:
Það er hægt að stýra mörgum öryggiskerfum sömu tegundar í sama appinu, til dæmis ef notandi er með öryggiskerfi uppsett bæði í fyrirtækinu sínu, heimili og jafnvel sumarhúsi.
Hægt er að tengja myndavélar við Fyrirtækjaöryggi sem henta bæði til notkunar innan- og utandyra.
Viðskiptavinur greiðir stofnkostnað og mánaðargjald fyrir afnot af búnaði og vöktun á boðum frá öryggiskerfi.
Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar. Við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þínum rekstri og þann búnað sem hentar þínu húsæði, setjum hann upp og vöktum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við sendum öryggisvörð á staðinn og bregðumst við þeim boðum sem frá kerfinu berast.
Í Fyrirtækjaöryggi er innifalið:
Smelltu hér til að hafa samband við öryggisráðgjafa og fá verðtilboð
Einfaldar leiðbeiningar fyrir Fyrirtækjaöryggi
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um Fyrirtækjaöryggi.
Eða hringdu í síma
570 2400