Öryggiskerfi veita vöktun og viðbragð við ýmsum vágestum og hættum á borð við innbrot, eldsvoða og vatnstjón. Með vel hönnuðu öryggiskerfi má lágmarka áhættu og tjón og jafnvel koma í veg fyrir það.
Þar koma Ajax öryggiskerfi til sögunnar.
Viðskiptavinir Öryggismiðstöðvarinnar geta valið á milli þráðlausra eða víraðra lausna eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. Einnig er fáanlegt app til þess að stjórna öryggiskerfinu og sjá um notendaumsjón.
Öryggismiðstöðin býður upp á úrval lausna sem hægt er að sérsníða að þörfum viðskiptavina hverju sinni. Við öryggiskerfið er hægt að tengja reykskynjara, gasskynjara, vatnslekaskynjara, rúðubrotsskynjara, hurðaskynjara, hitaskynjara, sírenur, snjalllása og myndavélar. Öllu kerfinu er stjórnað úr sama appinu, með fjarstýringu, talnaborði og/eða aðgangskorti.
Fjölbreyttur aukabúnaður er fáanlegur eins og vatnslokar sem loka fyrir vatn á augabragði, snjalltenglar, snjallrofar og loftgæðaskynjarar sem mælir hita- og rakastig ásamt koltvísýringi í rými. Við Ajax öryggiskerfi fást einnig endurvarpar sem framlengja sendistyrk og útiskynjarar sem eru með eða án myndavéla. Einnig fást snertiskjáir þar sem hægt er að virkja og afvirkja kerfið og sjá stöðu þess. Einnig eru núna fáanlegar myndavélar í úrvali sem henta bæði til notkunar innan og utandyra. Þær eru vírtengdar við öryggiskerfi með POE streng. Þær geta tengst sérstökum myndþjóni frá Ajax sem geymir upptökur eða beint í öryggiskerfi sem gerir notanda kleift að sjá myndefni í rauntíma eða við boð frá öryggiskerfi.
Öryggiskerfi frá Ajax er hægt að tengja stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem starfrækt er allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar viðvörunarboð berast til stjórnstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til þess að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir.
AJAX er öflugt samstarfsfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar og býður framúrskarandi lausnir sem hafa reynst einstaklega vel á heimsvísu. AJAX er leiðandi framleiðandi á sviði öryggiskerfa, þekkt fyrir nýstárlegar og notendavænar lausnir og stöðuga þróun nýjunga og viðbóta. AJAX búnaður er áreiðanlegur og einfaldur í uppsetningu og býður upp á sveigjanleika notkun í appinu. Appið er meðal annars fáanlegt á íslensku. Öryggiskerfið er tilvalið fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki sem vilja tryggja hámarks öryggi með traustum og alþjóðlega viðurkenndum búnaði sem lýtur ströngustu öryggiskröfum.
Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar og við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þínu heimili, sumarhúsi eða fyrirtæki.
Þú getur einnig komið við í vefverslun okkar og pantað þér það sem þú vilt kaupa með því að smella hérna.
Leiðbeiningar fyrir Ajax öryggiskerfi
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um öryggiskerfi.
Eða hringdu í síma
570 2400