Heimilisöryggi er öryggiskerfi fyrir heimili og sumarhús. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna öryggiskerfinu og fylgjast með hvenær og hvaðan sem er í appi í snjallsíma eða spjaldtölvu. Við sjáum um að vakta boðin sem koma frá Heimilisöryggi, alla daga, allt árið og sendum öryggisvörð á staðinn sé þess þörf.
Heimilisöryggi er öryggiskerfi fyrir heimili og sumarhús. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna öryggiskerfinu hvenær og hvaðan sem er í appi í snjallsíma eða spjaldtölvu. Við sjáum um að vakta boðin sem koma frá Heimilisöryggi, alla daga, allt árið og sendum öryggisvörð á staðinn sé þess þörf.
Með öryggiskerfi getur þú dregið úr hættu á innbrotum. En öryggi snýst ekki aðeins um innbrot, vatnstjón geta valdið miklu tjóni og það er gott að vita að reykskynjari sem tengdur er við öryggiskerfið er sífellt vaktaður af vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Ekki bara þegar að þú ert ekki heima heldur líka þegar að þú ert sofandi.
Heimilisöryggi býður upp á marga möguleika hvað varðar val og samsetningu á skynjurum, allt eftir þínum aðstæðum og þörfum.
Þú getur meðal annars valið um:
Einnig er hægt að fá hreyfiskynjara með gæludýravirkni ef gæludýr eru á heimilinu.
Í appinu er hægt að gera ýmislegt, sem dæmi má nefna:
Það er hægt að stýra mörgum Heimilisöryggiskerfum í sama appinu, til dæmis ef sami notandi er með öryggiskerfi uppsett bæði á heimili og í sumarhúsi og jafnvel fyrirtæki.
Hægt er að tengja myndavélar við Heimilisöryggi sem henta bæði til notkunar innan- og utandyra.
Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar. Við setjum öryggiskerfið upp fyrir þig og vöktum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við sendum öryggisvörð á staðinn og bregðumst við þeim boðum sem frá kerfinu berast.
Verð 8.900 kr. á mánuði
Verð 9.900 kr. á mánuði
Í Heimilisöryggi er innifalið:
Auðvelt er að stækka Heimilisöryggi með greiðslu á stofnkostnaði á umfram skynjurum eftir þörfum.
Samningur er gerður til 24 mánaða.
Leiðbeiningar fyrir Heimilisöryggi
Leiðbeiningar fyrir Snjallöryggi
Í Heimilisöryggi er boðið upp á hreyfiskynjara með myndavél. Hægt er að skoða myndefni úr skynjaranum í streymi og hægt að skoða upptökur af efni sem skynjarinn tekur upp, t.d. þegar skynjarinn nemur hreyfingu þegar kerfið er á verði. Hafa ber í huga að myndavélin er ekki í hágæðum þar sem tilgangur hennar er að veita yfirsýn en ekki greina smáatriði. Hún gengur fyrir AA rafhlöðum sem endist í 1-2 ár eftir notkun.
Allt að 200 geta haft aðgang að Heimilisöryggis appinu. Einnig standa til boða allt að 200 aðgangsflögur.
Þjónustugjöld breytast með þróun launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands hverju sinni.
Við flytjum Heimilisöryggi að kostnaðarlausu sé samningur endurnýjaður með nýjum binditíma.
Allur endabúnaður Heimilisöryggis er í dulkóðuðum samskiptum og ekki tengdir interneti. Appið er hinsvegar tengt internet í gegnum þráðlaust net eða farsímanet notanda. Um notkun þess og öryggi gilda sömu reglur og um önnur öpp. Gæta skal þess að skipta um lykilorð reglulega og ekki nota lykilorð sem notuð eru í öðrum þjónustum. Með því að huga vel að netöryggi sínu má sporna gegn langflestum áhættuþáttum sem fylgja notkun snjalltækja á interneti. Heimilisöryggi keyrir á þekktum og margreyndum grunni þar sem öryggi er í hávegum haft.
Viðskiptavinur þarf að veita tækniþjónustu Öryggismiðstöðvarinnar aðgang að Heimilisöryggi til þess að hægt sé að veita þjónustu. Notandi fær þá tilkynningu þess efnis. Allar aðgerðir í Heimilisöryggi vistast í atvikaskrá og tilkynning berst notanda að þjónustu lokinni. Tilkynningar berast notanda í Heimilisöryggis appið.
Já, það er mjög aðgengilegt að stofna nýja notendur í Heimilisöryggi og loka aðgengi þeirra aftur. Það er gert í Heimilisöryggis appinu.
Nei, það er einfalt að bæta við fleiri skynjurum í Heimilisöryggis appinu og úrval viðbótarskynjara fyrir Heimilisöryggi má finna í vefverslun Öryggismiðstöðvannar. Hægt er að hafa allt að 32 aðgangsflögur við hvert Heimilisöryggi og 32 aðgangskóða.
Allur endabúnaður Heimilisöryggis(skynjarar og snjalltæki) er í dulkóðuðum (AES) samskiptum við stjórnstöð öryggiskerfisins og eru þar af leiðandi ekki tengdir interneti.
Intenet samskipti fara öll fram í gegnum stjórnstöð öryggiskerfisins. Stjórnstöð öryggiskerfisins er í dulkóðuðum (AES) samskiptum við skýjalausn Heimilisöryggis þar sem gögn eru vistuð og meðhöndluð í vottuðu gagnaveri í Evrópu.
Heimilisöryggis appið er í dulkóðuðum (SSL/HTTPS) samskiptum við skýið. Myndstraumar eru sendir með dulkóðuðum (ECOP2) samskiptum.
Langflestir gallar og öryggisrof eru almennt í búnaði sem hlýtur ekki virka umsjón og er ekki uppfærður reglulega m.t.t. öryggisgalla eða nýuppgötvaðra ógna.
Heimilisöryggi er í virkri umsjón og vöktun og notast við dulkóðaðar upplýsingar allt frá skynjaranum og alla leið í snjallsímann.
Viðskiptavinur hefur ávallt val um hvort hann velji að hafa myndavélar í vistarverum sínum og þá hvar slíkur búnaður er staðsettur.
Heimilisöryggi og þjónustuaðilar þess uppfylla öll ákvæði persónuverndarlaga (GDPR). GDRP setjur ríkari skorður á söfnun upplýsinga, meðhöndlun þeirra og varðveislu.
Framleiðandi Heimilisöryggis og Öryggismiðstöðin eru ekki í neinum tilfellum að dreifa persónugreinanlegum eða ópersónugreinanlegum upplýsingum til þriðja aðila.
Almennt um netöryggi:
Það fylgir því áhætta að vera á netinu. Fjölmörg öpp í snjallsímanum þínum hafa t.d. aðgang að myndavélinni í símanum þínum. Almennt metur fólk ávinning og þægindi við notkun á móti áhættu. Ekkert er svo öruggt að það sé 100%. Með virkri umsjón og uppfærslum má sporna við langflestum áhættuþáttum. Heimilis öryggi keyrir á þekktum og margreyndum grunni þar sem öryggi er í hávegum haft og allt ferlið dulkóðað.
Stærsti veikleiki öryggismála er yfirleitt óábyrg hegðun notenda – notandi þarf að passa mjög vel upp á upplýsingar sínar og lykilorð og mælt er með að breyta lykilorði með regulegum hætti.
Ýmsar hættur fylgja internetinu eins og t.d. ólöglegar niðurhalssíður sem geta reynst varasamar og ógnað öryggi lykilorða. Með því að gæta vel að lykilorðum og huga vel að netöryggi sínu geta notendur lágmarkað áhættu af notkun snjalltækja á interneti.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um Heimilisöryggi.
Eða hringdu í síma
570 2400