Vöruverndarhlið fyrir verslanir eru fáanleg fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þau hafa bæði fælandi áhrif ásamt því að virkja viðvörun fari vara út úr verslun án þess að greitt hafi verið fyrir. Mögulegt er að tengja við vöruverndarhliðið myndavélar sem taka upp myndskeið og senda tilkynningar sé farið út án þess að vara fari í gegnum viðeigandi greiðsluferli.
Vöruverndarhlið fyrir verslanir eru fáanleg fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þau hafa bæði fælandi áhrif ásamt því að virkja viðvörun fari vara út úr verslun án þess að greitt hafi verið fyrir.
Vöruverndarhlið fást í mismunandi útliti og stærðum og fer val á búnaði eftir kröfum og þörfum verslana, og þeim vörum sem verja skal. Mikilvægt er að velja vel réttan búnað og lausnir sem hæfa best í hverju tilviki.
Með nútíma vöruverndartækni er hægt að tengja vöruverndarhlið við eftirlitsmyndavélar. Þessar lausnir geta greint þegar að vara fer út úr verslun án þess að hafa farið í gegnum afgreiðslukerfi til greiðslu. Vöruverndarhlið eru beintengd myndavélum sem senda skilaboð með myndefni beint til ábyrgðaraðila öryggismála viðkomandi verslunar sem getur þá brugðist tafarlaust við. Kerfið sendir viðvörun sem tilkynningu í app í síma eða tölvu.
Slík viðbragðsgeta skiptir sköpum. Hún dregur úr líkum á þjófnaði, hefur mikinn fælingarmátt og gerir verslun kleift að kalla til lögreglu með upplýsingar úr myndavélakerfum sem hægt er að nýta til rannsóknar á þjófnaði og upplýsa.
Vöruverndarmerki eða þjófavarnarmerki fást í fjölmörgum útgáfum með mismunandi virkni fyrir bæði fatnað, sérvörur og matvöru.
Til þess gerðir eyðarar óvirkja þjófavarnarmiða við afgreiðslu þeirra og segulopnarar eru notaðir til þess að losa merki af fatnaði.
Sérstakar öryggissnúrur með áfastri vælu hafa verið vinsælar til þess að hengja á dýrari sérvörur. Ef reynt er að slíta öryggissnúruna fer vælan í gang og vekur athygli nærstaddra og hefur fælandi áhrif.
Ýmsar tækjavarnir eru til í góðu úrvali sem henta ólíkum aðstæðum og gefa frá sér viðvaranir séu tæki fjarlægð úr tengingu við kerfið.
Tækjavarnir geta líka falið í sér hleðslumöguleika sem auðveldar verslunareigendum að auka aðgengi viðskiptavina að dýrum sýningartækjum eins og farsímum, spjaldtölvum, snjallúrum, myndavélum, heyrnartólum og fartölvum.
Með því að nýta nútímatækni og myndgreiningu samhliða notkun vöruverndarhliða geta verslanir dregið verulega úr rýrnun.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir frá Shopguard, sem hefur verið traustur samstarfsaðili Öryggismiðstöðvarinnar um árabil og veitt háþróaðar lausnir í vöruvernd fyrir smásölumarkaðinn á Íslandi. Með yfir 30 ára reynslu á alþjóðlegum markaði hefur Shopguard sérhæft sig í þróun og framleiðslu á öryggis- og kynningarbúnaði fyrir verslanir. Þeir bjóða upp á fjölbreyttar vörur, þar á meðal rafrænt vörueftirlitskerfi (EAS), skjávarnar- og hugbúnaðarlausnir sem miða að því að draga úr rýrnun.
Samstarf Öryggismiðstöðvarinnar og Shopguard hefur reynst vel um árabil þar sem nýstárlegar öryggislausnir þeirra hafa verið settar upp í fjölmörgum verslunum á Íslandi.
Einnig bjóðum við upp á lausnir frá Dahua á sviði vöruverndarhliða sem eru samtengjanleg við myndavélakerfi frá sama framleiðanda.
Dahua Technology er leiðandi framleiðandi á sviði öryggislausna og hefur verið í fararbroddi með nýstárlegar lausnir í eftirlitsmyndavélum, vöruverndarhliðum og myndeftirlitskerfum. Lausnir frá Dahua eru þekktar um allan heim fyrir gæði, áreiðanleika og háþróaða tækni, sem styðja bæði við aukið öryggi og frekari skilvirkni.
Með áratuga reynslu hefur Dahua þróað vörur sem nýtast jafnt litlum sem stærri fyrirtækjum og stofnunum. Búnaður þeirra er hannaður með nýjustu tækni, þar á meðal gervigreind, sem tryggir notendum hámarksgæði í vöruþróun.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á lausnum.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um vöruvernd.
Eða hringdu í síma
570 2400