Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Aðgangskort í snjallsíma

Á síðustu árum hefur þróunin í aðgangsstýringu og aðgangskerfum orðið hraðari en nokkru sinni fyrr. Þar sem hefðbundin plastkort eða plastlyklar voru áður sjálfsögð, eru snjallsímarnir okkar nú orðnir lykillinn að aðgangsstýrðum hurðum og svæðum. Við erum í samstarfi við leiðandi framleiðenda á þessu sviði, HID Global, sem býður upp á lausnir sem sameina öryggi, einfaldleika og notendavæna upplifun.

Hvernig virka aðgangskort í snjallsíma?

HID „Mobile Access lausnin“ byggir á því að stafrænt aðgangskort er vistað í öruggu veski (e. wallet) í snjallsíma eða snjallúri. Þegar notandi nálgast hurð eða aðgangsstað eiga eftirfarandi atriði við:

  1. Snjallsíminn notar NFC tækni til að eiga samskipti við aðgangslesara.

  2. Notandinn getur opnað með því að bera síma að aðgangslesara.

  3. Allar upplýsingar um aðganginn eru dulkóðaðar og byggðar á öruggum auðkenningarkerfum framleiðanda.

  4. Stjórnendur geta gefið út, afturkallað eða breytt aðgangsréttindum með því að senda uppfærslur rafrænt – engra plastkorta er þörf.

  5. Einnig er hægt að stofna notendur sjálfkrafa með tilheyrandi aðgangsheimildum í gegnum önnur kerfi svo sem Microsoft AD eða mannauðs- og launakerfi.

Helsti ávinningur þess að nota aðgangskort í snjallsíma

Aukið öryggi

  • Aðgangskort í snjallsímanum er varið með PIN, fingrafari eða andlitsgreiningu.

  • Dulkóðun og örugg vottun tryggja að erfitt sé að falsa eða klóna aðgangsheimildir.

Þægindi fyrir notendur

  • Notendur þurfa ekki að muna eftir því að bera plastkortin.

Einföld stjórnun

  • Nýjum starfsmönnum er hægt að úthluta aðgangi á örfáum sekúndum.

  • Týndur sími er auðveldlega aftengdur úr kerfinu og réttindi afturkölluð.

Sparnaður og sjálfbærni

  • Engin þörf á prentun og dreifingu plastkorta.

  • Minni rekstrarkostnaður og minni plastnotkun styður við umhverfismarkmið.

Sveigjanleiki og framtíðarmöguleikar

  • Lausnin virkar bæði í iOS og Android snjallsímum.

  • Hægt er að samþætta með öðrum þjónustum eins og mannauðskerfum, tímaskráningu, mötuneytislausnum og gestastjórnun.

Með því að færa aðgangsstýringu yfir í snjallsíma færðu örugga, nútímalega og umhverfisvæna lausn. Fyrirtæki sem taka upp þessa tækni auka ekki bara öryggi sitt heldur bæta einnig upplifun starfsmanna og gesta.

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Öryggislausnir

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400