Blogg
Ajax öryggiskerfin eru áreiðanleg öryggislausn fyrir heimili og fyrirtæki
Ajax Systems er leiðandi í framleiðslu þráðlausra öryggiskerfa sem hefur á undanförnum árum orðið eitt þekktasta vörumerkið þegar að kemur að þráðlausum öryggiskerfum. Ajax öryggiskerfin eru þekkt fyrir mikinn áreiðanleika, öflugan sendistyrk, rafhlöðuendingu og nútímalega hönnun sem hentar jafnt heimilum og fyrirtækjum.
Hvað eru Ajax öryggiskerfi?
Ajax öryggiskerfin eru þráðlaus innbrota- og viðvörunarkerfi sem samanstanda af stjórnstöð og fjölbreyttum skynjurum. Kerfin eru hönnuð til að veita tafarlausar viðvaranir við innbrotum, eldsvoða, vatnsleka og öðrum atvikum sem bregðast þarf við.
Þráðlaus tækni sem tryggir stöðugleika og öryggi
Ajax notar eigin samskiptatækni sem býr til örugg og stöðug samskipti milli tækja. Kerfið hefur langa drægni og fylgist stöðugt með stöðu allra skynjara. Ef truflun eða sambandsslit verða berst tilkynning strax til stjórnstöðvar og í app notanda.
Fjölbreytt úrval skynjara og viðvaranna
Ajax býður upp á mikið úrval skynjara og viðvarana, meðal annars:
- Hreyfiskynjara sem henta bæði innanhús og utan
- Hreyfiskynjarar með myndavél
- Hurða- og gluggaskynjara
- Reyk- og hitaskynjara
- Vatnslekaskynjara
- Högg- og rúðubrotskynjara
- Neyðarhnappa
- Loftgæðaskynjara
- Vatnsloka
- Rafliða
- Neyðarhnappa
- Myndþjóna
- Myndavélar sem henta bæði innanhús og utan
- Vottuð EN/54 brunaviðvörunarkerfi
Allir skynjarar eru rafhlöðuknúnir með langan endingartíma sem dregur úr viðhaldi og rekstrarkostnaði
Þú stjórnar með appi
Með Ajax appinu geta notendur stjórnað öryggiskerfinu hvar og hvenær sem er. Þar er hægt að virkja og afvirkja kerfið, fylgjast með stöðu öryggiskerfis og sjá myndefni frá myndavélum.
Vöktun og viðbragð
Ajax öryggiskerfin er hægt að tengja við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem vaktar boð frá öryggiskerfinu allan sólarhringinn, alla daga ársins og bregst við eftir þörfum.
Ajax öryggiskerfin eru snjöll, þráðlaus og áreiðanleg lausn fyrir þá sem vilja hámarksöryggi.
Öryggismiðstöðin býður upp á Ajax öryggiskerfi ásamt faglegri ráðgjöf og uppsetningu. Lausnirnar eru sérsniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar hvort sem um er að ræða heimili eða fyrirtæki og einnig má sjá úrvalið í vefverslun okkar hér.