Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Best að hlaða hlaupahjólin úti

Rafhlaupahjól.

Upp á síðkastið hafa borist fréttir af eldsvoðum sem kviknað hafa út frá rafhlaupahjólum eða hleðslu á þeim.

Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum við líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, sagði Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á dögunum.

Sjá viðtalið við Sverri hér

Það er að ýmsu að huga í meðferð hlaupahjóla til að lágmarka áhættuna á eldsvoða. Einfaldasta og besta ráðið er einfaldlega að geyma hjólin aldrei inni samkvæmt Halldóri Ólafssyni, slökkviliðsmanni.

Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að best fari á því að hjólin liggi ekki utan í neinu öðru meðan þau eru í hleðslu og alls ekki eigi að hengja föt eða annað lauslegt á þau. Mikilvægt sé að allir reykskynjarar séu í lagi ef hjólin eru hlaðin innandyra, en betra sé að það sé þá á afviknum stað, í bílskúr eða svipuðu rými.

En það eru ekki bara rafmagnshlaupahjól sem getur kviknað í út frá hleðslu, heldur eru ótal tæki eins og símar, rafrettur, spjaldtölvur og snjallúr sem notast við liþíum-rafhlöðu, og af þeim getur líka orðið eldhætta. Skemmdir á liþíum-rafhlöðum geta jafnvel valdið eldsvoða þó svo að þær séu ekki í hleðslu, og þess vegna er mikilvægt að skipta út skemmdum rafhlöðum án tafar.

Hér eru svo nokkur ráð frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um meðferð liþíum-rafhlaðna til að lágmarka slysahættu:

  • Ekki hlaða þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar
  • Notið hleðslubúnað sem fylgir tækjunum eða er sérstaklega ætlaður þeim
  • Látið rafhlöðuna og hleðslutækið vera á flötu óbrennanlegu undirlagi
  • Passið að ekki séu brennanleg efni nálægt
  • Breiðið ekki yfir hleðslubúnaðinn eða rafhlöðuna
  • Hlaðið í rými þar sem reykskynjari er til staðar
  • Hafið rafhlöðuna ekki í frosti eða miklum hita við hleðslu
  • Hlaðið aldrei skemmda rafhlöðu

Við þetta má bæta að auka má enn frekar brunavarnir með Snjallöryggi frá Öryggismiðstöðinni. Snjallöryggi tengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar inniheldur reykskynjara og öll boð frá öryggiskerfinu eru vöktuð allan sólarhringinn, alla daga ársins og brugðist við boðum samstundis. Margoft hafa slíkar lausnir og viðbrögð við boðum frá þeim komið í veg fyrir stórtjón og bjargað mannslífum.

Aron Björn Kristinsson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf
Kristófer Lúðvíksson

Kristófer Lúðvíksson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400