Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Forvarnir gegn innbrotum

Kristinn Loftur Einarsson, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni, segir mikilvægt að hugsa um ýmsar forvarnir til þess að vernda heimilið gegn innbrotum og þá sérstaklega þegar húsráðendur fara í frí með tilheyrandi fjarveru frá heimilinu.

,Fyrst og fremst er gott að láta alltaf líta út fyrir að einhver sé heima við. Það er hægt að bæta við snjallreglu í öryggiskerfið sem gerir íbúum kleift að slökkva og kveikja ljós á ákveðnum tímum, eða kveikja og slökkva á útvarpinu. Það eru auðvitað mjög miklar forvarnir í því að vera með öryggiskerfi og merkingar ásamt öryggismyndavélum, segir Kristinn.

Öryggismyndavélar fyrir heimili eru fáanlegar í miklu úrvali og orðnar afar einfaldar í uppsetningu og notkun. Með þeim kemur app í símann og auðvelt er að fylgjast með heimilinu og fá viðvaranir um hreyfingu.

,Mikilvægt er að allar hurðir séu vandlega lokaðar og læstar, gluggar kræktir aftur og að læsingarnar séu traustar og sterkar af viðurkenndri gerð. Lýsing er einnig góð þjófafæla, þá sérstaklega í bakgarði þar sem innbrotsþjófurinn hefur ef til vill meiri frið til að athafna sig. Einnig er hægt að vera með útiljós sem kvikna við hreyfingu og hefur það mikinn fælingamátt. Læstu inni verðmætustu hlutina utandyra á borð við hjól, hlaupahjól og tæki sem líklegt er að þjófurinn hefði augastað á. Stigar og fleiri verkfæri sem þjófurinn gæti nýtt sér, ættu alltaf að vera kyrfilega læst inni. Verðmæti innandyra, svo sem tölvur og fleiri raftæki, ættu ekki að vera í augsýn ef litið er inn um gluggann. Ef um einstaklega verðmæta hluti er að ræða, jafnvel þá sem hafa tilfinningalegt gildi á borð við safngripi, snjalltæki, fartölvur, dýra skartgripi og fleira er gott að koma þeim fyrir í læstum verðmætaskáp sé þess kostur, segir hann.

Kristinn nefnir einnig að gott sé að fá nágranna til þess að fjarlægja póst og blöð úr bréfalúgunni eða póstkassanum svo það verði ekki augljóst fyrir utan að enginn sé heima. Einnig er gott að fá nágranna eða einhvern nákominn til þess að líta reglulega við og jafnvel leggja í innkeyrsluna.

,Að lokum er mikilvægt að auglýsa ferðalagið ekki á samfélagsmiðlum fyrr en heim er komið, þar sem auðvelt er fyrir þjófa að leggja 2 og 2 saman og brjótast inn. Settu öryggiskerfið ávallt á vörð, jafnvel þó að heimili sé yfirgefið í stuttan tíma. Þá er mikilvægt að setja næturstillingu á öryggiskerfi yfir nótt, segir Kristinn enn fremur.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400