Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Hvað er aðgangsstýrikerfi?

Aðgangsstýrikerfi veitir eða takmarkar aðgang að byggingu, herbergi eða öðru tilgreindu svæði og stýrir því hver hefur aðgang á hvaða tíma. Kerfið gerir umsjónarmanni þess kleift að halda utan um allar aðgangsheimildir og tryggir rekjanleika aðgengis með notkun aðgangsskilríkja sem stýra umgengni eftir fyrirfram skilgreindum heimildum. Öruggt utanumhald um aðgengi að húsakynnum og svæðum kemur í stað lykla sem sífellt eru að týnast og auðvelt er að hafa góða yfirsýn yfir aðgangsheimildir notenda.

Auðvelt er bæði að heimila aðgang tímabundið og loka fyrir hann. Öll umgengni er skráð í gagnagrunn og á einfaldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar um notendur og umgengni á aðgengilegu skýrsluformi ef á þarf að halda. Aðgangskerfi geta læst og aflæst rýmum á fyrirfram ákveðnum tímum sem geta einnig verið mismunandi á milli daga ef þörf krefur. Fjarstýringu opnana má sinna í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu í þar til gerðu smáforriti sem veitir stjórnanda kerfisins möguleika á því að stjórna kerfinu hvaðan sem er.

Hverjir eru kostirnir við aðgangsstýrikerfi?

Öryggismál eru forgangsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum. Hvort sem um ræðir dýran búnað eða verðmæt gögn þá er verndun eigna og upplýsinga nauðsynleg í öllum rekstri. Það gildir einu hvort fjöldi starfsfólks er tíu eða þúsund; aðgangsstýrikerfi veitir og heftir aðgang eftir þörfum og sér til þess að fólk kemst þangað sem það þarf að fara á auðveldan hátt.
Aðgangskerfi léttir starfsfólki lífið, sparar peninga og heldur vinnustaðnum öruggum.

1. Auðveldari aðgangur starfsfólks

Um leið og heimild hefur verið veitt hefur starfsmaður aðgang að öllum svæðum sem hann þarf með því að skanna aðgangskort/síma, slá inn PIN-númer, eða hvoru tveggja.

2. Hefðbundnir lyklar úr sögunni

Að stýra aðgangi með hefðbundnum lyklum krefst einstaklingsbundinna lykla. Því stærri sem byggingin er, því fleiri lásar og flóknara utanumhald. Fyrir t.d. húsvörð og einstakling með háan öryggisaðgang getur það þýtt mjög fyrirferðamikinn lyklahring. Ef starfsfólk skilar ekki inn lyklum þegar það lætur af störfum þarf að skipta um lása. Með aðgangsstýringu er þessi hætta úr sögunni.

3. Sparar peninga og orku

Með öruggri aðgangsstýringu sparast útgjöld vegna lása og öryggisgæslu. Aðgangskerfi má samtengja ljósum, hitakerfi og loftkælingu eftir þörfum; ljós kviknar þegar fólk er í rýminu og slökknar þegar það fer út. Stýring á hitastigi sparar orkukostnað.

4. Hver kemur og hver fer?

Aðgangsstýringarkerfi upplýsir um hver kemur og hver fer úr byggingu eða rými og hvenær. Ef upp kemur þjófnaður eða slys er hægt að sjá hverjir höfðu aðgang að umræddu svæði á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað.

5. Vörn gegn óboðnum gestum

Stórt fyrirtæki skapar tækifæri fyrir gesti að valsa um án eftirlits. Einn af kostum þess að nota aðgangsstýrikerfi er að óviðkomandi kemst ekki inn og tryggt er að allir inni í byggingunni hafi heimild til þess að vera þar.

6. Frelsi starfsfólks

Þegar starfsfólk vinnur á mismunandi tímum gerir aðgangskerfi því kleift að komast inn á þeim tíma sem því hentar. Fólk getur mætt snemma án þess að bíða eftir einhverjum til að aflæsa og yfirmenn þurfa ekki að bíða fram eftir öllu til að læsa að vinnudegi loknum.

7. Kemur í veg fyrir gagnaleka

Heilsufarsupplýsingar, bókhald og upplýsingar um viðskiptavini eru gögn sem oft eru geymd á vefþjónum fyrirtækja. Aðgangskerfi getur stýrt aðgangi að tölvu- og tækjaherbergjum þannig að aðeins þeir einstaklingar sem til þess er treyst hafi aðgang að þeim.

8. Skapar öruggt vinnuumhverfi

Aðgangskerfi veitir öryggi ef neyðarástand skapast. Dyr með hefðbundnum lásabúnaði haldast læstar og það getur skapað óöryggi ef eldur eða annað hættuástand sem krefst skjótrar undankomu steðjar að. Bilanatraustir lásar (fail safe locks) opna sjálfkrafa dyr þegar rafmagn slær út þannig að allir komast út án þess að fálma eftir lyklunum sínum.

9. Dregur úr þjófnaði og slysum

Það verndar eignir fyrirtækisins, eins og dýr tæki og jafnvel rekstrarvörur, að stýra aðgangi. Hægt er að takmarka aðgang að birgðageymslum og tölvuherbergjum – starfsfólk veit að skráð er hvenær það kemur og fer og það dregur úr líkum á þjófnaði. Ýmis tæki og efnavörur á t.d. tilraunastofum, skólum eða sjúkrahúsum, geta slasað þá sem ekki kunna með að fara. Hægt er að takmarka aðgang við þá sem kunna að fylgja eftir öryggisferlum.

10. Aðgangur að fjölda svæða

Að notast við hefðbundið lyklaaðgengi er flókið þegar um er að ræða byggingar með miklum fjölda læstra svæða. Starfsemi í tveimur eða fleiri byggingum getur kallað á að heimila þurfi aðgang á mörgum stigum. Fyrirtæki með starfsstöðvar víða gæti sett sér öryggisstefnu í höfuðstöðvum sem fylgja skal í öllum útibúum. Öllu þessu má stjórna með aðgangsstýrikerfi.

11. Að hlíta reglum og öryggiskröfum

Reglur um gagnaöryggi og persónuvernd kalla mjög á takmarkanir á aðgangi að gögnum. Allar persónulegar upplýsingar um starfsfólk og viðkvæm gögn er varða viðskiptavini þurfa að vera örugglega geymd og stýra þarf aðgangi að stafrænum gögnum. Öryggi allra slíkra upplýsinga – hvort heldur á stafrænu formi eða pappír – má tryggja með aðgangskerfi.

Sambyggð öryggis- og aðgangskerfi

Með sambyggðu öryggis- og aðgangskerfi er hægt að hafa myndræna yfirsýn yfir allt kerfið og hvernig það er uppsett. Einfalt er að stofna og eyða notendum og veita þeim heimild til aðgangs eftir þörfum.

Upplýsingar um notandann eru nýttar til að prenta á aðgangskort til að auðkenna hann. Sé notast við rafræn aðgangskort í símum er hægt að setja starfsmannakortið upp í síma viðkomandi notanda til auðkenningar.
Í kerfinu er hægt að sjá og taka saman til útprentunar margs konar skýrslur um ólíka þætti, s.s. umgengni á svæðum, útköll, ástand skynjara, ýmis konar frávik o.s.frv.

Sambyggða öryggis- og aðgangskerfinu er stýrt í gegnum spjaldtölvu eða snjallsíma með kerfinu Integriti sem er auðvelt í notkun og einfalt er að gera allar breytingar á kerfinu. Integriti er flaggskip öryggis- og aðgangskerfa og um árabil hefur Öryggismiðstöðin sett upp og þjónustað kerfin hjá stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Öryggismiðstöðin veitir fría ráðgjöf við val á réttu lausninni.

Kristófer Lúðvíksson

Kristófer Lúðvíksson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400