Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

IMOU - Bylting í vöktun heimila

Heimili þar sem notast er við öryggismyndavélar verða sífellt fleiri, enda eru þær eitt öflugasta tólið sem býðst til að verja eigur okkar og verðmæti. Það hefur einnig færst í vöxt að fólk notfæri sér öryggismyndavélar til að fylgjast með að allt sé með kyrrum kjörum í sumarhúsinu. Hröð þróun hefur orðið í gerð öryggismyndavéla á síðastliðnum árum og hefur Öryggismiðstöðin lagt sig fram um að fylgjast stöðugt með því nýjasta á markaðnum.

Í vöruframboði Öryggismiðstöðvarinnar er meðal annars að finna breiða línu IMOU öryggismyndavéla frá Dahua, sem er einn fremsti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum í dag. IMOU öryggismyndavélarnar eru þeim frábæra kosti gæddar að þær tengjast IMOU appi notandans í rauntíma. Appið er fáanlegt bæði fyrir Apple og Android, en þessi nýja snjalltækni gerir viðskiptavinum okkar kleift að stýra öryggismyndavélum heimilisins og vakta híbýli sín í rauntíma hvar sem þeir eru staddir í heiminum, svo lengi sem þeir eru nettengdir.

IMOU vörurnar eru sérhannaðar og framleiddar til heimanotkunar. IMOU öryggismyndavélarnar eru minni og nettari en hefðbundnar eftirlitsmyndavélar og því fer lítið fyrir þeim á heimilinu. Miðað við öryggið sem IMOU vörurnar veita er ekki um stóra fjárfestingu að ræða. Öryggismyndavélarnar eru í senn vandaðar og hagstæðar og appið kemur í staðinn fyrir hefðbundið myndavélakerfi, sem sparar húseigendum kostnaðarsöm kaup og uppsetningu á stærra myndavélakerfi.

IMOU öryggismyndavélarnar eru einfaldar í uppsetningu og viðmót appsins er sérlega notendavænt. Í því má auðveldlega sérsníða virkni þeirra að þörfum heimilisins, t.d. hvenær aðvörun berst frá þeim og hvenær ekki, hvenær vélin myndar og hvenær ekki o.s.frv. Það gildir einu hvort ein eða fleiri myndavélar eru í notkun á heimilinu, því í appinu raðast þær upp á einfaldan og sjónrænan hátt þannig að auðvelt er að hafa yfirsýn yfir þær allar eða færa sig á milli þeirra.
Viðskiptavinir okkar geta látið gögnin frá IMOU öryggismyndavélunum geymast jafnóðum á öruggum stað í skýinu þar sem þau eru tryggilega dulkóðuð og aðeins gerð aðgengileg notandanum. Hinn möguleikinn er að vista gögnin á micro SD minniskortum vélanna og nálgast þau þar með appinu þegar þörf er á.

Öryggismyndavélarnar frá IMOU eru ólíkar að gerð og búa yfir mismunandi eiginleikum og innbyggðum búnaði, allt frá mismunandi hreyfanleika og skerpu yfir í aukabúnað eins og hljóðnema, hátalara og sírenu. Eftirspurnin eftir vélunum er mikil hér á landi og hafa vinsælustu vélarnar selst upp aftur og aftur.
Vinsælasta innimyndavélin er IMOU Ranger Pro. Hún tekur upp myndefni í 1080 punkta háskerpu. Hreyfanleiki hennar nær næstum allan hringinn eða 355°. Hún býr yfir hreyfiskynjun sem þýðir að hún eltir viðfangsefni á hreyfingu. Í henni er innbyggður hátalari og hljóðnemi svo hægt er að eiga í beinum samskiptum við hvern sem er á staðnum í gegnum appið. Loks býður hún upp á nætursýn sem felst í innrauðri lýsingu sem gerir vélinni mögulegt að nema það sem mannsaugað greinir ekki í myrkri. IMOU Ranger Pro er gjarnan komið fyrir á sameiginlegu svæði innan heimilisins eins og í stofunni, forstofunni eða við innganginn.

Vinsælustu útimyndavélarnar eru IMOU LOOC og IMOU Bullet vélarnar. Þær eiga það sameiginlegt að vera mjög veðurþolnar og skila háskerpu myndgæðum upp á 1080 punkta. IMOU LOOC býr meðal annars yfir hreyfiskynjara, innbyggðu flóðljósi, hátalara og hljóðnema auk sírenu. Hún er fyrst og fremst notuð við bakinnganga, í sumarhúsum og þar sem mannlaust er að jafnaði á vissum tímum sólarhringsins. IMOU Bullet kemur með innbyggðum hljóðnema, hreyfiskynjara og 30 metra nætursýn sem næst með innrauðri lýsingu og sérhæfðri upptökutækni. IMOU Bullet er gjarnan notuð fyrir utan framdyrnar á heimilinu og í öðrum kringumstæðum þar sem algengara er að fólk sé á ferli.

Listinn yfir eiginleika IMOU vélanna sem hafa hér verið nefndir er hvergi tæmandi. Ef þú ert að hugsa um öryggismyndavélar fyrir heimilið er vert að hafa í huga hversu mikilvægt það getur verið fyrir hugarróna að eiga óyggjandi staðfestingu á atburðarásinni ef eitthvað kemur upp á. Það er ekki ósvipað því þegar myndavélakerfi eru notuð á mikilvægum fótboltaleik til að skera úr um réttmæti niðurstöðu dómara, en það getur breytt framgangi leiksins töluvert.

Við hvetjum þig til að kynna þér kosti IMOU öryggismyndavélanna og appsins á vefsíðu okkar www.oryggi.is eða hafa samband við einn af sölumönnum okkar sem geta veitt ráðgjöf um hvers konar búnaður hentar þér og þínu heimili best.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400