Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Ljósleiðari: Brunaviðvörun fyrir krefjandi aðstæður

Ljósleiðari: Brunaviðvörun fyrir krefjandi aðstæður

Í jarðgöngum og öðrum lokuðum rýmum þar sem hitamyndun, ryk og mengun geta haft áhrif á hefðbundinn jaðarbúnað þarf öfluga og viðhaldslitla tækni til að tryggja örugga brunaviðvörun. Ljósleiðarakerfi sem byggja á dreifðri hitanemamælingu (DTS: Distributed Temperature Sensing) bjóða upp á  lausn þar sem hitastig er mælt eftir allri lengd ljósleiðarans án þess að setja upp fjölda skynjara.

Mæling með ljósleiðara

Kerfið sendir ljóspúls í gegnum ljósleiðara og mælir þannig hitastig.

Ljósleiðarinn er mælitækið og getur greint staðsetningu hitabreytinga nákvæmlega eftir allri lengd sinni.

Sem gerir eftirfarandi kleift:

  • Mæla hitastig í rauntíma á þúsundum mælipunkta
  • Greina staðsetningu hitahækkana með nákvæmni innan við einn meter.
  • Vinna með mæligögn úr allt að 10 km löngum ljósleiðara

Viðhaldslítil lausn

Ljósleiðarakerfið er afar viðhaldslítil lausn sem er ónæm fyrir rafsegultruflunum og öruggt til notkunar í sprengihættu umhverfi (ATEX/IECEx samþykkt).
Kerfið er hannað fyrir erfið svæði þar sem hefðbundnir hitaskynjarar eða kaplar duga skammt, t.d.:

  • Jarðgöng og veggöng
  • Færibönd og kapalrennur
  • Rafrásir
  • Framleiðslusvæði og vélaherbergi
  • Lyftur
  • Tanksvæði og iðnaðarsvæði með mikla mengun

Svæðaskipting og skjót viðvörun

Kerfinu má skipta í allt að 256 mælisvæði, þar sem hvert svæði getur haft mismunandi viðvörunarskilyrði eftir umhverfi og áhættu.
Viðvörun kemur fram á nokkrum sekúndum og hægt er að tengja kerfið við öll helstu brunaviðvörunarkerfi.

Ljósleiðarakerfi eru sérlega hentug þar sem um er að ræða langt, lokað eða erfitt rými. Kerfið býður upp á áreiðanleika í krefjandi aðstæðum sem önnur kerfi ráða ekki við og henta því vel þar sem öryggi og viðbragðsflýtir skiptir máli.

Viltu vita meira?

Smelltu hér til að hafa samband við sérfræðinga Öryggismiðstöðvarinnar
fyrir ráðgjöf um ljósleiðarakerfi fyrir brunaviðvörun í jarðgöngum og iðnaðarsvæðum.

Brunavarnir

Eldvarnapakki 1

Eldvarnapakki 1

Netverð 25.646 kr
Almennt verð 30.172 kr
Ekki til á lager
Eldvarnapakki 2

Eldvarnapakki 2

Netverð 29.392 kr
Almennt verð 34.579 kr
Ekki til á lager
Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Netverð 14.736 kr
Almennt verð 17.337 kr
Ekki til á lager
Reykskynjari - stakur - 10 ára rafhlöðuending

Reykskynjari - stakur - 10 ára rafhlöðuending

Netverð 4.691 kr
Almennt verð 5.519 kr
Ekki til á lager

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400