Blogg
Mikilvægi öflugra brunavarna á heimilum
 
Gerðu heimilis eldvarið
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tryggja að heimilið þitt sé öruggt gagnvart eldsvoða – en það getur skipt sköpum. Hér eru einföld ráð sem hjálpa þér að fyrirbyggja eld, bregðast rétt við ef hann kviknar og tryggja öryggi þitt og fjölskyldunnar.
Reykskynjarar bjarga mannslífum
Reykskynjarar bjarga mannslífum og best er að hafa reykskynjara í öllum herbergjum.
Í stærra húsnæði er gott að hafa þá samtengda og þá pípa allir ef einn fer í gang. Einnig er hægt að tengja reykskynjara við öryggiskerfi sem er vaktað allan sólarhringinn, alla daga ársins, af stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.
Regluleg prófun og endurnýjun
Það er mikilvægt að skipta um rafhlöðu í reykskynjurum reglulega. Nýlegir reykskynjarar hafa orðið 5–10 ára líftíma á rafhlöðu en gott að ganga úr skugga um virkni þeirra með því að prófa þá á hverju ári og skipta um rafhlöður í þeim sem ekki hafa slíkan rafhlöðu líftíma.
1. desember er dagur reykskynjarans og því vel við hæfi að nýta hann til þess. Mælt er með að skipta út reykskynjurum á 10 ára fresti.
Eldvarnarteppi – fljót og örugg viðbrögð
Eldvarnarteppi ættu að vera á hverju heimili, á sýnilegum stað þar sem hægt er að grípa í það fljótt og vel komi upp eldur. Eldvarnarteppi geta reynst notadrjúg á minni elda, svo sem ef eldur kviknar í feiti í steikingarpotti, blómaskreytingum eða minni raftækjum.
Athugið að reyna ekki að slökkva elda í steikingarfeiti eða raftækjum með vatni – notið eldvarnarteppi.
Slökkvitæki og regluleg yfirferð
Slökkvitæki þurfa að vera til staðar og sýnileg bæði gestum og gangandi. Rétt staðsetning þeirra er við flóttaleiðir eins og útganga og í anddyri.
Yfirfara þarf slökkvitæki með reglulegum hætti, yfirfara þrýsting og fyllingar þeirra.
Öryggismiðstöðin rekur slökkvitækjaverkstæði í Askalind 1 í Kópavogi þar sem tekið er á móti tækjum til yfirferðar og þjónustu.
Tryggðu öruggar flóttaleiðir
Mikilvægt er að tryggja að flóttaleiðir séu til staðar úr öllum rýmum og að það séu að lágmarki tvær greiðar flóttaleiðir út íbúð. Hægt er til dæmis að fá handhæga stiga sem kastað er út um glugga á efri hæðum komi til þess að flóttaleiðir lokist vegna reyks eða elds.
Öruggt heimili – örugg fjölskylda
Eldvarnir byrja á einföldum skrefum. Skoðaðu úrval reykskynjara, eldvarnarteppa, slökkvitækja og annarra öryggisvara í vefverslun og tryggðu að heimilið þitt sé viðbúið – alla daga ársins.
 
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
     
     
     
    