Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Milestone myndeftirlitskerfi

Helstu eiginleikar, kostir og ástæður vinsælda.

XProtect myndeftirlitskerfið frá Milestone, er leiðandi á heimsvísu í myndavélakerfum.  
Lausnir Milestone hafa unnið traust þúsunda viðskiptavina vegna sveigjanleika, notendavæns viðmóts og tæknilegra yfirburða.

Helstu eiginleikar Milestone Xprotect eru eftirfarandi:

Open Platform / opið kerfi
Samþætting við yfir 14.000 myndavélar frá meira en 100 framleiðendum, þar á meðal Axis,Hanwha,  Dahua, Sony, Panasonic og fleiri leiðandi framleiðendum myndavéla.
Leyfir notendum að velja búnað sem uppfyllir þeirra sértæku þarfir, óháð framleiðanda.

Skalanleiki
Hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja, frá smærri uppsetningum með fáar myndavélar til stærri lausna með hundruði myndavéla á mörgum stöðum á misjöfnum staðsetningum.
Kerfið getur auðveldlega vaxið með starfseminni án mikillar fyrirhafnar.

Einfalt og notendavænt viðmót
Auðvelt að stjórna myndavélum, skoða upptökur, deila myndskeiðum og bregðast þannig við atvikum með hraði. Það styttir þjálfunartíma starfsfólks og eykur skilvirkni í daglegri notkun.

Reglulegar og auðveldar uppfærslur
Milestone býður upp á verkfæri og leiðbeiningar sem einfalda uppfærslur, hvort sem þær eru minni lagfæringar eða stærri kerfisbreytingar.
Sé til staðar virk uppfærsluvernd þá fylgja allar nýjustu uppfærslur með nýjum eiginleikum sem gefnar eru út hverju sinni.

Áreiðanleiki og öryggi
Varnir gegn netógnum og áreiðanleiki í gagnaöryggi tryggja stöðugleika í rekstri.

Fjölbreyttur stuðningur við aðrar lausnir
XProtect styður myndavélar, skynjara og annan IoT búnað, sem gerir notendum kleift að samþætta ný tæki og nýjungar með lítilli fyrirhöfn.

Milestone Systems býður upp á fjölbreytt úrval viðbóta og samþættinga sem auka virkni og sveigjanleika XProtect myndavélakerfisins. Þessar viðbætur gera notendum kleift að sérsníða kerfið eftir þörfum og bæta við nýjum eiginleikum.

Helstu viðbætur og samþættingar:

Greiningarhugbúnaður
: Samþætting við greiningarhugbúnað frá þriðja aðila gerir kleift að greina atvik í rauntíma, svo sem andlitsgreiningu, númeraplötulesara og hegðunargreiningu eins og t.d. hangs og hópamyndun. 
Aðgangsstýring: Möguleiki er að samþætta aðgangsstýringarkerfi t.d Integriti frá Inner Range við XProtect, sem auðveldar eftirlit með aðgangi að byggingum og svæðum.
Farsímaaðgangur: Með sérstökum farsímaforritum geta notendur fylgst með myndavélum og skoðað upptökur hvar og hvenær sem er eða jafnvel tekið upp rauntíma atvik á snjallsíma og streymt inn í kerfið.

Milestone í hnotskurn:

  • Sveigjanleiki og valmöguleikar með opnu kerfi.
  • Skalanleiki sem hentar fyrirtækjum á öllum stigum.
  • Notendavænt og einfalt í notkun.
  • Samhæft við fjölda myndavéla frá flestum helstu framleiðendum.
  • Reglulegar uppfærslur sem tryggja að lausnin er ávallt í takt við nýjustu tækni og öryggisstaðla.

Milestone Systems býður þannig upp á sveigjanlegri, hagkvæmari og notendavænni lausnir sem gerir það að sterku vali fram yfir aðra valkosti.

Milestone Systems er vel þekkt og þaulreynt myndavélakerfi á íslenskum markaði. Öryggismiðstöðin sem þjónustuaðili er með fjölda sérþjálfaðra tæknisérfræðinga sem veita notendum þjónustu og stuðning. Þessi sérfræðingar hafa hlotið vottanir frá Milestone, sem tryggir að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og reynslu til að hanna, setja upp og viðhalda XProtect myndavélakerfum. Þetta tryggir að notendur fái áreiðanlega og faglega þjónustu sem uppfyllir ítrustu þarfir.

Eftirlitsmyndavélar

IMOU Bullet - 5MP

IMOU Bullet - 5MP

Netverð 18.328 kr
Almennt verð 20.364 kr
Ekki til á lager
IMOU Cruiser 4G

IMOU Cruiser 4G

Netverð 33.282 kr
Almennt verð 36.980 kr
Ekki til á lager
IMOU Ranger Dual 10MP

IMOU Ranger Dual 10MP

Netverð 26.595 kr
Almennt verð 29.550 kr
Ekki til á lager
IMOU Cruiser Dual

IMOU Cruiser Dual

Netverð 38.478 kr
Almennt verð 42.753 kr
Ekki til á lager

Sigurður Ari Gíslason

Viðskiptastjóri

Þorsteinn Grettir Ólason

Öryggisráðgjafi

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400