Blogg
Myndeftirlit á framkvæmda- eða opnum svæðum

Það er sífellt að verða auðveldara fyrir framkvæmdaaðila eða ábyrgðarmenn opinna svæða að setja upp myndeftirlit með öflugum myndavélum.
Myndavélaeftirlit sem er búið greiningartækni og jafnvel tengt vaktmiðstöð sem getur brugðist við óboðnum gestum í rauntíma.
Myndavélarnar eru tengdar neti í gegnum 4G fjarskiptasamband og flækjustig er því í algjöru lágmarki. Búnaðurinn sjálfur tekur lítið sem ekkert pláss. Upptaka getur verið á staðnum eða streymt til vistunar annars staðar.
Meðal annars er hægt að greina „hangs“ einstaklings eða hóps sem dvelur óeðlilega lengi á fyrirfram skilgreindu svæði sem vaktað er af myndavélum. Slík hegðun getur verið sterk vísbending um óæskilega eða grunsamlega hegðun og þá er mikilvægt að geta brugðist strax við. Til dæmis með því að senda öryggisvörð á staðinn eða gera öðrum viðbragðsaðilum viðvart.
Hvernig virkar „hangs“ greining?
Kerfið nýtir sér gervigreind og hreyfigreiningu til að fylgjast með einstaklingum á fyrir fram skilgreindu svæði. Þegar einstaklingur heldur kyrru fyrir eða hreyfist lítið á sama stað í lengri tíma en fyrir fram ákveðin tímamörk leyfa, lætur kerfið sjálfvirkt vita með viðvörun/tilkynningu til upptökuþjóns sem sendir viðvörun til vaktmiðstöðvar sem getur brugðist samstundis við.
Hafðu endilega samband og fáðu tilboð hér.