Blogg
Snjallar læsingalausnir frá Gantner
Öflug aðgangsstýring fyrir starfsmanna og gestaskápa
Öryggismiðstöðin býður upp á aðgangsstýrðar lausnir frá Gantner sem henta í fjölbreyttar aðstæður allt frá sundlaugum og líkamsræktarstöðvum til búningaskápa fyrir starfsmenn á skrifstofum, stofnunum, fyrirtækjum og nemendum í skóla. Lausnirnar eru rafrænar með áherslu á öryggi, einfaldleika og þægilegt notendaviðmót.
Þráðlausar skápalæsingar
Lausnir Gantner bjóða upp á þráðlausa lása sem henta fyrir mismunandi gerðir skápa og aðstæður. Þær tryggja örugga og áreiðanlega læsingu með einfaldri uppsetningu og lágmarks viðhaldi. Rafhlöðuending læsinga er allt að 10 ár. Einnig er boðið upp á víraðar læsingar.
Lesarar með upplýsingaskjá
Með Gantner læsingalausnum er fáanlegur upplýsingaskjár sem hægt er að nota á ýmsa vegu, sem aðgangslesara, stimpilklukku, upplýsingaskjá eða sem greiðslulausn.
Lesarinn hentar bæði innan- og utandyra (IP65), hefur notendavænt viðmót og hægt að stilla eftir þínum þörfum.
Miðlæg stjórnun með hugbúnaði
Með hugbúnaði má stjórna öllum læsingum miðlægt, sjá stöðu hvers skáps í rauntíma og úthluta aðgangsheimildum fyrir starfsmannaskápa eða gesti.
Hugbúnaðurinn er notendavænn og býður upp á samþættingu við önnur kerfi, til dæmis greiðslu- eða aðgangskerfi. Hentar sérstaklega stærri kerfum þar sem þörf er á betri yfirsýn og einfaldari rekstri.
Opnun skápalæsinga
Gantner læsingar er hægt að opna með mismunandi leiðum, t.a.m. með armböndum, aðgangskortum, flögum eða snjallsímum. Mögulegt er að tengja kerfið við armbandsmóttakara og tryggja þannig örugga og þægilega afhendingu armbanda að lokinni notkun skápa.
Traust samstarf
Öryggismiðstöðin leggur mikla áherslu á að bjóða öruggar og notendavænar lausnir sem byggja á traustu samstarfi við framleiðendur eins og Gantner. Lausnir þeirra má finna viða í íslenskum baðlónum, sundlaugum og fyrirtækjum.
Viltu vita meira?
Hafðu samband við ráðgjafa okkar og við veitum þér ráðgjöf sem hentar.