Blogg
Þjónusta við eldvarnareftirlit

Öryggismiðstöðin býður fjölbreytta þjónustu eldvarnareftirlits fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þær eru ætlaðar til þess að veita mikilvægan stuðning til þess að uppfylla lögbundnar kröfur og tryggja öryggi starfsmanna og eigna.
Eigið eldvarnaeftirlit
Eigendum og forráðamönnum atvinnuhúsnæðis er skylt samkvæmt reglugerð nr. 723/2017 að framkvæma reglulegt eigið eldvarnaeftirlit. Markmið þess er að vernda mannslíf, heilsu, umhverfi og eignir í samræmi við lög. Þjónustan felur meðal annars í sér:
- Reglulegt eftirlit með brunavörnum, flóttaleiðum og slökkvibúnaði
- Fræðslu til starfsmanna um innra eldvarnareftirlit og viðbrögð við eldsvoða
- Eftirlit með geymslu og merkingu hættulegra efna
- Þjónustusamninga sem tryggja skjalfesta framkvæmd eftir eftirlit
Eldvarnarfulltrúi
Fyrirtæki sem lúta eftirliti slökkviliðs þurfa að tilnefna eldvarnarfulltrúa. Hann sinnir samskiptum við fagfólk, tryggir að lög og brunatæknilegar kröfur séu uppfylltar og að eigið eldvarnareftirlit sé framkvæmt. Þjónustan felur í meðal annars í sér:
- Samskipti við slökkvilið fyrir hönd eiganda
- Þátttaka fyrir hönd eigenda í opinberum eftirlitskoðunum
- Eftirfylgni með framkvæmd á eigin eldvarnareftirliti
- Utanumhald gagna fagaðila um eldvarnir og framkvæmt eftirlit
Eldvarnarnámskeið
Á eldvarnarnámskeiðum er farið yfir margvíslega þætti í tengslum við forvarnir og viðbrögð starfsmanna komi upp eldur. Áhersla á forgangsröðun aðgerða.
Meðal annars er farið yfir:
- Helstu gerðir elds
- Útbreiðsluáhættu
- Helstu gerðir slökkvitækja
- Viðbrögð við boðum frá brunaviðvörunarkerfum
- Verklegar æfingar með beitingu handslökkvitækja
Markmið námskeiðsins er að starfsfólk viti hvernig bregðast skuli við eldsvoða, hvernig hægt er að draga úr líkum á eldsvoða og kunni að beita handslökkvitækjum.
Rýmingaræfingar
Reglulegar rýmingaræfingar í húsnæði þar sem mannfjöldi kemur saman er mikilvægur þáttur í eldvörnum fyrirtækja og stofnanna.
Þjónustan innifelur:
- Aðstoð við skipulag og framkvæmd æfinga
- Stjórnun rýmingaræfingar
- Endurgjöf um niðurstöðu rýmingaræfingar.
Reglulegar rýmingaræfingar skipta sköpum. Þær tryggja hraðari og öruggari rýmingu komi upp eldur eða aðrar neyðaraðstæður. Það er nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki að tryggja þekkingu starfsfólks á því hvernig bregðast skuli við eldsvoða og framkvæma rýmingu húsnæðis.
Allar þessar þjónustur eru í boði hjá Öryggismiðstöðinni. Hægt er að kaupa stakan þjónustuþátt eða heildarþjónustu þar sem hugað er að öllu ofangreindu.
Hafðu samband við ráðgjafa okkar og við veitum þér ráðgjöf sem hentar.