Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Þú kemst lengra á rafskutlu

Þú getur notið útiveru og sinnt ýmsum erindum í nærumhverfi þínu.

Hvort sem þú ert að fara út í búð, út á leikvöll með barnabörnunum eða í verslunarmiðstöðina, getur þú farið á rafskutlunni og notið þess að komast ferða þinna á þægilegan og öruggan máta.

Rafskutlur eru einföld og skemmtileg farartæki sem fást í mismunandi útfærslum enda þarfir fólks mismunandi er varðar stærð, útlit og þægindi.
Ýmsir aukahlutir eru fáanlegir t.d. karfa, haldari fyrir göngugrind eða hækju, ábreiðsla o.fl.

Mögulegt er að fá rafskutlu niðurgreidda af Sjúkratryggingum Íslands að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er varðar göngufærni.

Komdu við í Askalind 1, Kópavogi og prófaðu að aka um á rafskutlunni.

Fagfólk okkar aðstoðar þig við val á réttu rafskutlunni sem hentar þínum þörfum.

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Diljá Guðmundardóttir

Sérfræðingur í heilbrigðislausnum / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400