Almennar fréttir
80 sjúkrarúm til Landspítalans
![](/media/z5kkixge/landspitali-rum-frett.png?crop=0,0,0,0.089718076285240464&cropmode=percentage&width=405&height=198&rnd=133809932293800000)
Öryggismiðstöðin afhenti Landspítala nýverið 40 náttborð og 80 sjúkrarúm frá Linet, sem er leiðandi framleiðandi sjúkrarúma á heimsvísu. Þessi afhending markar stórt skref í endurnýjun innviða spítalans þar sem nýju rúmin leysa af hólmi rúm sem hafa verið í notkun í allt að 40 ár.
Nýju rúmin eru úr plasti, sem gerir þau auðveldari í þrifum og meðhöndlun, og eru þau breiðari og mun þægilegri fyrir sjúklinga. Að sögn Örnu Lindar Sigurðardóttur, deildarstjóra aðfangaþjónustu Landspítala, munu gömlu rúmin að hluta til verða áfram í notkun sem vararúm. Alls eru tæplega 800 rúm í notkun á Landspítala og með þessari endurnýjun verða einungis örfá stálrúm eftir.
Linet, sem framleiðir rúmin, er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu sjúkrarúma með áherslu á nýjustu tækni og hámarks þægindi fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Rúmin eru hönnuð til að mæta ströngustu kröfum um gæði og hreinlæti á sjúkrastofnunum um allan heim.
Það er okkur mikill heiður að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með Landspítala með því að bjóða þeim upp á nýjustu sjúkarúmin frá Linet.