Almennar fréttir
„Ástin sigrar“ – ný herferð UN Women á Íslandi

UN Women á Íslandi hefur sett af stað nýja herferð undir yfirskriftinni „Ástin sigrar“, sem miðar að því að vekja athygli á stöðu afganskra kvenna og safna fé til verkefna sem styðja réttindi þeirra.
Frá því að talíbanar tóku aftur völdin í Afganistan árið 2021 hafa réttindi kvenna og stúlkna verið skert verulega. Þær hafa verið útilokaðar frá menntun, atvinnu og grunnþjónustu og eru berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Með herferðinni vill UN Women vekja athygli á málefninu og safna fjármagni til að styðja baráttu þeirra fyrir mannréttindum og frelsi.
FO-bolur – táknrænn stuðningur
Bolurinn, sem hannaður er af Helgu Lilju Magnúsdóttur (Helicopter/BAHNS) í nánu samráði við afganskar konur, er seldur á 7.990 krónur. Allur ágóði af sölunni rennur óskertur til verkefna UN Women í Afganistan.
Öryggismiðstöðin styður herferðina með því að standa straum af hluta framleiðslukostnaðar, þannig að framlag almennings nýtist til fulls í þágu málefnisins.
Taktu þátt
- Styrktu UN Women með frjálsu framlagi.
- Kauptu FO-bolinn og sýndu stuðning í verki.
- Deildu boðskapnum og hjálpaðu til við að láta rödd afganskra kvenna heyrast.
➡️ Kaupa bolinn hér: Gjafaverslun UN Women