Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Auka þarf öryggi starfsmanna í verslunum

Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, fór nýverið í viðtal á Bylgjunni.

Í viðtalinu ræddi hann m.a. um þróun öryggismála í verslunum, breytt verklag öryggisvarða og aukna áherslu á öryggi starfsfólks og viðskiptavina.

Sverrir fór yfir hvernig öryggisverðir bregðast við síbreytilegum aðstæðum í verslunum og hvernig notkun hlífðarbúnaðar, s.s. stunguvesta, er orðin hluti af nútímalegu verklagi í öryggisgæslu. Hann ræddi einnig mikilvægi þjálfunar og fræðslu, samstarf við verslanir og þá auknu ábyrgð sem fylgir störfum öryggisvarða í dag.

Viðtalið gefur góða innsýn í það hvernig öryggisþjónusta hefur þróast og hvernig nýjar lausnir eru nýttar til að tryggja öryggi allra sem bæði heimsækja og vinna fyrir verslanir.

Öryggismiðstöðin sér um að útvega hlífðarbúnað og tryggja að búnaðurinn uppfylli viðeigandi öryggiskröfur.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið á Bylgjunni.

Aðalsteinn Ingólfur Guðmundsson

Öryggisráðgjafi Öryggislausnir

Þorsteinn Grettir Ólason

Öryggisráðgjafi Öryggislausnir

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar.