Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Eftirlitsmyndavélar sem þekkja andlit og bílnúmer

Örygg­is­miðstöðin í sam­starfi við tæknifyr­ir­tækið Dahua blés á dög­un­um til ráðstefnu um inn­leiðingu gervi­greind­ar (e. AI) í tækni eft­ir­lits­mynda­véla. Dahua er einn stærsti fram­leiðandi heims í eft­ir­lits­mynda­véla­kerf­um og búnaði tengd­um þeim og lausn­ir þeirra seld­ar í yfir 180 lönd­um um all­an heim.

„Gervi­greind er mik­il bylt­ing í eft­ir­lits­mynda­vél­um og ger­ir þær mun skil­virk­ari. Með þess­um nýj­ustu mynda­vél­um er verið að auka enn frek­ar ör­yggi borg­ar­anna og gera allt eft­ir­lit bæði ein­fald­ara og ná­kvæm­ara,“ seg­ir Ómar Rafn Hall­dórs­son, vöru­stjóri hjá Örygg­is­miðstöðinni.

Hann bæt­ir við að með gervi­greind sé hægt að láta mynda­véla­kerfið taka upp mynd­efni við sér­val­in atriði í sjónsviði mynda­vél­ar­inn­ar, senda boð um ákveðið ástand til stjórn­enda kerf­is­ins, safna upp­lýs­ing­um um það sem fer fram og ger­ist í sjónsviði mynda­vél­ar­inn­ar og búa til lýsigögn (e. meta­data) til grein­ing­ar og notk­un­ar. „Þannig er hægt að fylgj­ast með því sem skipt­ir máli en þarf­ir eru mis­jafn­ar eft­ir eðli vökt­un­ar. Þetta auðveld­ar eft­ir­litsaðilum eins og t.d. lög­reglu og stjórn­stöðvum ör­ygg­is­fyr­ir­tækja til muna að leita að ákveðnum at­vik­um,“ seg­ir Ómar Rafn.

Meta um­hverfi sitt með inn­byggðri gervi­greind

Mynda­vél­arn­ar hafa inn­byggðar grein­inga­lausn­ir, gervi­greind, er ger­ir þeim kleift til að meta um­hverfi sitt og senda aðvar­an­ir eða safna upp­lýs­ing­um sam­kvæmt fyr­ir­fram skil­greind­um regl­um. Að sögn Ómars er um að ræða fjöl­breytta grein­ingu svo sem and­lits­grein­ingu, liti á fatnaði, grímu­notk­un, ör­ygg­is­hjálm­a­notk­un og notk­un ör­ygg­is­vest­is svo dæmi séu nefnd.
Lýsigögn geti einnig verið teg­und­ir bif­reiða og bíl­núm­er sem  hægt að nýta til dæm­is til greiðslu­mögu­leika í bíla­stæðakerf­um eða aðgengi að lokuðum aðgangs­stýrðum svæðum.

„Þetta eru verk­færi sem gefa einnig tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar. Það er að nota þetta til að telja inn og út úr versl­un­um og jafn­vel til þess að greina um­ferð um versl­un­ar­svæði, hvar sé heppi­leg­ast að stilla fram vör­um sem leggja eigi áherslu á að selja með því að sýna á korti um­ferðarmestu svæði versl­un­ar­inn­ar. Þetta er mjög gagn­virkt kerfi,“ seg­ir Ómar Rafn.

„Gervi­greind­in held­ur áfram að læra bet­ur og bet­ur sem þýðir að það er hægt að fá sí­fellt meiri og ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar út úr grein­ing­unni og við sjá­um eft­ir­lits­mynda­véla­kerfi og mögu­leika þeirra í sí­fellt fleiri hlut­verk­um hjá viðskipta­vin­um okk­ar og auk­in tækni ger­ir þeim kleift að greina það sem skipt­ir mál­ir við marg­vís­leg­ar aðstæður án þess að sitja uppi með mynd­efni sem ekki er þörf á,“ seg­ir Ómar enn­frem­ur.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400