Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Eins og vorboðinn þegar rafskutlurnar koma

Sigurgeir Högnason og Andri Freyr Magnússon yfirfara rafskutlu á hjálpartækjaversktæði Öryggismiðstöðvarinnar. Í baksýn sést Mercedes-Benz V-Class sem starfsmenn eru að sérútbúa með hjálpartækjum og öryggisbúnaði.

Það hef­ur verið nóg að gera á hjálp­ar­tækja­verk­stæði Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar síðustu daga þar sem starfs­menn eru í óða önn að gera við raf­skutl­ur sem streyma inn á verk­stæðið í yf­ir­haln­ingu eft­ir vetr­ar­dvala.

Þetta er eins og vor­boðinn þegar raf­skutl­urn­ar koma hingað til okk­ar. Fólk er að taka raf­skutl­urn­ar út úr geymsl­un­um eft­ir vet­ur­inn. Raf­skutl­ur eru aðallega fyr­ir þá sem eiga erfitt með gang og hreyf­ingu eða þá sem vilja kom­ast lengra og hraðar yfir. Raf­skutl­urn­ar hafa verið mjög vin­sæl­ar síðustu ár og er alltaf að fjölga, seg­ir Andri Freyr Magnús­son, sér­fræðing­ur á hjálp­ar­tækja­verk­stæðinu.

Hann seg­ir að fólk sé aðallega að láta yf­ir­fara raf­skutl­urn­ar, skipta um raf­geyma, skipta um og pumpa í dekk, yf­ir­fara brems­ur o.fl. þess hátt­ar.

Við erum búin að fá inn tugi raf­skutlna á fyrstu dög­un­um í maí til að yf­ir­fara. Þetta eru fín­ar græj­ur og ná allt að 10 km hraða. Þær mega ekki fara hraðar sam­kvæmt þeim regl­um sem nú gilda er varðar skrán­ing­ar­skyldu hjá Sam­göngu­stofu, segir Andri Freyr.

Örygg­is­miðstöðin er með samn­ing við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands um viðgerðir hjálp­ar­tækja og rek­ur full­komið verk­stæði að Askalind í Kópa­vogi.

Fólk er að koma með all­ar teg­und­ir hjálp­ar­tækja í viðgerð á verk­stæðið. Við erum mest að gera við hjóla­stóla, göngugrind­ur, rúm og margt fleira auk raf­skutl­anna. Við erum einnig að breyta bíl­um fyr­ir fatlað fólk. Við setj­um ýms­an búnað í bíl­ana og breyt­um þeim svo fatlað fólk geti ekið og ferðast í þeim á þægi­leg­an og ör­ugg­an máta. Við sér­út­bú­um bíl­ana til dæm­is á þá vegu að fólk kemst inn í þá í hjóla­stól með sér­stakri lyftu og get­ur sest við stýrið og ekið þeim, segir Andri Freyr.

Al­geng­asta breyt­ing­in á bíl­um að sögn Andra Freys er að setja upp hand­stýr­ingu fyr­ir inn­gjöf og brems­ur sem gagn­ast helst fólki sem er lamað í fót­um en hef­ur full­an mátt í hönd­un­um og get­ur setið inni í hvaða bíl sem er. Mestu breyt­ing­ar eru fyr­ir þá ein­stak­linga sem hafa tak­markaðan mátt í hönd­um og geta því ekki notað venju­legt stýri. Þá þarf að setja upp raf­búnað í bíl­inn sem eru stýri­pinn­ar sem hreyfa stýrið, stýra inn­gjöf, brems­um, stefnu­ljós­um, rúðuþurrk­um og öllu því sem bíl­stjór­inn þarf til að geta keyrt bíl­inn.

Frétt af vef mbl.is

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um rafskutlur.