Almennar fréttir
Haustfagnaður Öryggismiðstöðvarinnar 2025

Árlegur Haustfagnaður Öryggismiðstöðvarinnar.
Öryggismiðstöðin var nýlega með haustfagnað í Borgarleikhúsinu og hélt upp á 30 ára afmælisveislu í leiðinni.
Tónlistarstjóri kvöldsins var Halldór Gunnar Pálsson og fór hann fyrir metnaðarfullri dagskrá tónlistarmanna. Á stóra sviði Borgarleikhússins komu fram fjölmargir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Þar á meðal Auddi og Steindi, Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún, Úlfur Úlfur, Bubbi Morthens og Blaz Roca.
Það er alltaf einskær gleði að hitta gesti okkar á Haustfagnaði Öryggismiðstöðvarinnar, við leggjum mikla áherslu á að þakka samstarfsfólki og viðskiptavinum fyrir traust og samvinnu í gegnum tíðina. Haustfagnaðurinn er okkar leið til þess að sýna það í verki en kvöldið tókst einstaklega vel og skapaði eftirminnilega stemmingu, segir Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni.
Eins og sjá má á myndbandinu og myndunum voru allir í góðu stuði!
Fréttin er unnin upp úr frétt af Smartland, sjá hlekk á þá frétt hér.