Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Hraðpróf framkvæmd í nýrri skimunarstöð í Kringlunni

Hraðpróf vegna Covid-19 verða framkvæmd í nýrri skimunarstöð í Kringlunni sem opnar í dag. Þetta er þriðja og stærsta skimunarstöðin sem Öryggismiðstöðin opnar í samstarfi við Sameind rannsóknarstofu.

Hraðprófin sem um ræðir eru antigen próf sem skila nákvæmri niðurstöðu á fimmtán mínútum. Stöðinni er ætlað að þjónusta ferðalanga sem þurfa vottuð Covid-19 próf vegna ferðalaga milli landa. Prófið er framkvæmt með stroku í nefkok og niðurstaða er send með QR kóða í tölvupósti til viðkomandi um leið og hún liggur fyrir.

Ef kallið kemur getum við þjónustað stóra hópa til dæmis vegna tónleika eða annarra menningarviðburða innanlands, segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar, og sér um rekstur skimunarstöðvanna.

Í fréttatilkynningu frá Öryggismiðstöðinni segir að yfir milljón Covid-19 skimanir hafi verið framkvæmdar af starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar í samstarfi við heilusgæsluna á Suðurlandsbrautinni og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Til­slakanir á sótt­varnar­að­gerðum vegna CO­VID-19 taka gildi á morgun en þá mega 500 koma saman ef þátt­tak­endur í við­burði fram­vísa niður­stöðum hrað­prófs.

Fjar­lægðar­reglan á sitjandi við­burðum mun falla úr gildi en grímu­skylda gilda á­fram. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að unnið sé að útfærslum á hraðprófunum og hvernig þeim verði háttað.

Með nýrri skimunarstöð erum við að undirbúa okkur fyrir stóraukna eftirspurn almennings og mæta menningarlífinu sem þyrstir í að koma frekara viðburðahaldi af stað á ný, segir Ómar.

Bókaðu tíma í hraðpróf

Hægt er að bóka tíma í hraðpróf hér

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400