Almennar fréttir
Hringir þú í hliðið þitt?

Slökkt verður á 2G og 3G í lok árs 2025
Fjarskiptatæknin er í stöðugri framþróun, drifin áfram af tækninýjungum og kröfunni um aukinn hraða sem ræðst af því hve hlutverk hennar verður sífellt stærra í okkar daglegu lífi. Farsímanet íslenskra fjarskiptafyrirtækja hafa samhliða þessari þróun orðið öflugari með hverju árinu og nú er svo komið að stefnt er að því að slökkva endanlega á öllum 2G og 3G sendum undir lok þessa árs og færa farsímaþjónustu alfarið yfir í 4G og 5G.
Má í því sambandi nefna bómuhlið við bílastæði og sumarhúsabyggðir sem mörg hver eru búin 2G eða 3G tækni sem gerir notendum kleift að hringja í hliðin til að opna þau.
Hlið sem tengjast 2G og 3G munu endanlega hætta að virka þegar fjarskiptafyrirtækin slökkva á þessum sendum, eins og stefnt er að á þessu ári. Öryggismiðstöðin leggur mikla áherslu á forvarnir og vill því vekja athygli fólks á þessum yfirvofandi breytingum.
Við hvetjum alla ábyrgðaraðila þessara lausna til að hafa samband og fá aðstoð okkar við kaup á uppfærðum búnaði sem styður nútíma tækni, hvort sem núverandi lausnir eru frá okkur eða hinum og þessum söluaðilum. Oftast er nóg að skipta um GSM-gátt sem er þá 4G.