Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Mikilvæg skref tekin í tæknivæðingu heimahjúkrunar

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins og Örygg­is­miðstöðin hafa tekið hönd­um sam­an um inn­leiðingu á ra­f­ræn­um lyfja­skömmt­ur­um sem notaðir verða í heima­hjúkr­un. Slík­ar lausn­ir hafa um ára­bil verið notaðar í heima­hjúkr­un hjá ná­grannaþjóðum okk­ar og þar hef­ur verið sýnt fram á að þær auka sveigj­an­leika í þjón­ustu á sama tíma og ánægja skjól­stæðinga hef­ur auk­ist.

Diljá Guðmund­ar­dótt­ir, sér­fræðing­ur í heil­brigðis­lausn­um hjá Örygg­is­miðstöðinni, seg­ir að með því að bjóða upp á ra­f­ræna lyfja­skammt­ara í heima­hjúkr­un sé verið þróa áfram þjón­ustu fyr­ir þá eldri borg­ara sem vilja búa áfram heima hjá sér og bæta líðan þeirra.

„Þetta er stórt og mik­il­vægt skref í tækni­væðingu heima­hjúkr­un­ar. Rann­sókn­ir á sviði öldrun­ar hafa leitt í ljós að notk­un þeirra stuðlar að auknu sjálf­stæði, ásamt því að bæta lífs­gæði og ánægju eldra fólks sem býr á eig­in heim­ili. Örygg­is­miðstöðin hef­ur ein­blínt mjög á vel­ferðarlausn­ir eins og snjallör­yggi, ör­ygg­is­hnapp­inn, aðgeng­is­lausn­ir og fleiri vel­ferðarúr­ræði sem miðar að því að gera fólki kleift að búa sem lengst á eig­in heim­ili,“ seg­ir Diljá.

Hún bæt­ir við að um sé að ræða til­rauna­verk­efni þar sem 25 skjól­stæðing­ar heima­hjúkr­un­ar munu fá lyfja­skammt­ar­ana til að byrja með. Þeim verður svo fjölgað eft­ir því sem þjón­ust­an sann­ar gildi sitt. Unnið er af full­um krafti að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins og stefnt er að því að það fari af stað á næstu vik­um.

Rétt­ur ein­stak­ling­ur fái rétt lyf á rétt­um tíma

Lyfja­skammt­ar­arn­ir virka þannig að lyfjar­úll­ur eru sett­ar í þá á ein­fald­an hátt og hver og einn lyfja­poki er skannaður í tæk­inu fyr­ir lyfja­gjöf. Með því fær lyfja­skammt­ar­inn upp­lýs­ing­ar um tíma­setn­ingu lyfja­töku, hvaða lyf eru í hverj­um poka og trygg­ir að rétt­ur ein­stak­ling­ur fái rétt lyf, á rétt­um tíma.

Þegar kom­inn er tími á lyfja­gjöf gef­ur lyfja­skammt­ar­inn frá sér bæði radd­merki og hljóðmerki og aðeins þarf að ýta á einn takka til að fá lyfja­pok­ann af­hent­an úr tæk­inu. Ef frá­vik verða, til dæm­is að lyf eru ekki sótt á rétt­um tíma er lyfja­skammt­ar­inn tengd­ur við sta­f­ræna heilsugátt sem ger­ir starfs­fólki heima­hjúkr­un­ar viðvart um frá­vik. Þannig er hægt að bregðast strax við frá­vik­um og sníða þjón­ustu að raun­veru­leg­um þörf­um á hverj­um tíma.

„Það hef­ur það sýnt sig að það eyk­ur ör­ygg­is­til­finn­ingu ein­stak­linga að vita að gætt er að lyfja­gjöf þeirra. Heima­hjúkr­un fær einnig auk­inn sveigj­an­leika og svig­rúm til að miða þjón­ustu enn bet­ur að þeim skjól­stæðing­um sem þurfa mest á henni að halda á hverj­um tíma,“ seg­ir Diljá.

Verk­efnið er að nor­rænni fyr­ir­mynd en lyfja­skammt­ar­arn­ir koma frá norska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tæk­inu Dignio sem er leiðandi í Nor­egi í slík­um lausn­um. Þar þjón­ust­ar fyr­ir­tækið rúm­lega 200 sveit­ar­fé­lög, heima­hjúkr­un, heilsu­gæsl­ur og sjúkra­hús með lyfja­skammt­ara og fleiri heil­brigðis­tækni­lausn­ir.

Diljá Guðmundardóttir

Sérfræðingur í heilbrigðislausnum / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400