Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Öryggismiðstöðin er styrktaraðili Hinsegin daga 2025

Öryggismiðstöðin er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga árið 2025.

Með stuðningi okkar viljum við leggja okkar af mörkum til sýnileika, fræðslu og jafnréttis fyrir hinsegin fólk á Íslandi.

Hinsegin dagar eru árleg menningarhátíð sem hefur verið haldin frá árinu 1999. Markmið hátíðarinnar er að fagna fjölbreytileika og réttindabaráttu hinsegin fólks, stuðla að sýnileika og skapa örugg og jákvæð rými fyrir fólk af öllum kynjum og kynhneigðum. Hápunktur hátíðarinnar er gleðigangan, sem fer fram í hjarta Reykjavíkur og laðar að sér tugþúsundir gesta ár hvert.

Við hjá Öryggismiðstöðinni teljum mikilvægt að styðja við samfélagsverkefni sem efla mannréttindi og stuðla að samfélagi þar sem allir einstaklingar geta verið öruggir, sýnilegir og virtir – óháð kynhneigð, kynvitund eða tjáningu.

Það skiptir máli að sýna samstöðu – og við tökum þátt með stolti.

Þjónustuver

Þjónustuver

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um hótellæsingakerfi.