Almennar fréttir
Öryggismiðstöðin hlýtur viðurkenningu Creditinfo – 12. árið í röð
Öryggismiðstöðin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2025 og er það tólfta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessi verðlaun.
Aðeins um 2–3% íslenskra fyrirtækja ná þessum árangri ár hvert og er því mikill heiður að viðhalda frábærum árangri enn eitt árið.
Viðurkenning Creditinfo er veitt fyrirtækjum sem uppfylla strangar kröfur um rekstrarstöðugleika, trausta fjárhagsstöðu, skilvirka stjórnun og fyrirmyndar rekstrarsögu. Að hljóta þessa nafnbót 12 ár í röð endurspeglar áralanga áherslu Öryggismiðstöðvarinnar á gildin sín, forystu, umhyggju og traust, í öllum sínum verkefnum.
„Við erum afar stolt af því að standa áfram í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Þetta er staðfesting á því trausta starfi sem starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar vinnur daglega og þeirri stefnu sem hefur skilað stöðugum og áreiðanlegum rekstri.“ segir Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar.
Öryggismiðstöðin þakkar starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum samfleytt traust og samvinnu eftir sem áður og lítur björtum augum til áframhaldandi uppbyggingar á framúrskarandi þjónustu í formi öryggis-, samgöngu og velferðarlausna.