Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Sjálf­virk vökt­un í mann­laus­um versl­un­um

Kristinn Loftur Einarsson, Þórður Örn Reynisson og Arnór Freyr Guðmundsson.

Fyrsta sjálfvirka matvöruverslun Nær í Urriðaholtinu í Garðabæ opnar bráðlega.

Fyrirtækið stefnir að því að opna verslunina öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Verslanir Nær verða fyrstu „snjöllu“ matvöruverslanir á Íslandi en þar verður enga afgreiðslukassa né afgreiðslufólk að finna heldur fara kaupin alfarið í gegnum snjallsíma.

Í fyrstu mun Nær leggja áherslu á að opna hverfisverslanir, staðsettar á þéttbýlum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og verða þær opnar allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Verslanir Nær eru aðgangsstýrðar með þeim hætti að viðskiptavinir skanna QR kóða úr appi í snjallsíma til að komast inn og byrja að versla. Viðskiptavinir skanna vörur í gegnum appið sem fara í körfu viðkomandi og greiða körfuna í gegnum appið, í fyrstu með því að skrá kortaupplýsingar í appinu en síðar meir verður hægt að greiða með Apple Pay og Google Pay.

Nær og Öryggismiðstöðin hafa gert með sér samstarfssamning um öryggislausnir í nýjar mannlausar verslanir. Öryggismiðstöðin sér um tæknilegar lausnir fyrir aðgengi fyrir viðskiptavini Nær ásamt þjónustu og umsjón með myndeftirliti verslana þar sem notast er við nýjustu tækni.

Öryggiskerfi og myndeftirlitskerfi eru vöktuð með sjálfvirkum hætti í rauntíma af stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem bregst við frávikum og aðvörunum sem frá eftirlitskerfinu berast. Stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar er einnig opin allan sólarhringinn.

Verslanir af þessum toga sjást í auknu mæli hjá nágrannaþjóðum okkar og hafa gefið góða raun. Samstarfið við Öryggismiðstöðina við þróun og samhæfingu öryggislausna hefur verið til fyrirmyndar og þekking þeirra og reynsla gerir þau að hárréttum aðilum til þess að vinna þetta með okkur, segir Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR ehf.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Sigurður Ari Gíslason

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um þessar lausnir.