Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Vakning um virði stæða

Katrín B. Sverr­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri bíla­stæðafyr­ir­tæk­is­ins Green Park­ing sem er að fullu í eigu Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar, seg­ir mý­mörg tækifæri liggja í bíla­stæðaþjón­ustu hér á landi.

Green Park­ing sér­hæf­ir sig í nú­tíma­leg­um bíla­stæðalausn­um þar sem lögð er áhersla á sjálf­virk­ar greiðslu­lausn­ir í hug­búnaði og rekstri bíla­stæðakerfa fyr­ir bíla­stæði, bíla­kjall­ara og bíla­hús.

Auk fyrr­nefndra verk­efna er eitt af mark­miðum Green Park­ing að sögn Katrín­ar að sinna hvers kon­ar viðbót­arþjón­ustu sem teng­ist rekstri stæðanna. Þar liggi bein­ast við að nefna ör­ygg­is­vörslu og eft­ir­lit, t.d. í bílakjöll­ur­um. Einnig að sjá um stæði fyr­ir deili­bíla og halda utan um hjólageymsl­ur og geymslu­box, þrif og snjómokst­ur.

Allt á einni hendi

Hún seg­ir að á Norður­lönd­un­um séu þau fyr­ir­tæki orðin stærst í rekstri bíla­stæða sem boðið geta upp á þjón­ustu sem þessa og þar sem all­ur rekst­ur er á einni hendi.

Green Park­ing með fulltingi eig­anda síns, Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar, er eitt af þeim fyr­ir­tækj­um sem upp­fylla öll skil­yrði til að geta orðið eitt af þeim stærstu á markaðnum, fullyrðir Katrín.

Fyrsta verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur gengið vel að sögn Katrín­ar, rekst­ur á öllum bíla­stæðum Land­spít­al­ans, 1.200 að tölu.

Nýj­asti samn­ing­ur okk­ar er um um­sjón og rekst­ur bíla­stæðahúss við Hót­el Reykja­vík Grand sem hefst núna í vor, upplýsir Katrín.

Hún seg­ir að mark­mið viðskipta­vina, þ.e. fast­eigna- og lóðar­eig­enda, séu mis­mun­andi. Flest­ir vilji þó verja bíla­stæði sín og tryggja að þau séu til reiðu fyr­ir viðskipta­vini.

Það er hluti af sjálf­bærni að há­marka nýt­ingu bíla­stæða og stýra henni. Bíla­stæði eru tak­mörkuð auðlind og þeim fer fækk­andi. Sam­göngu­hætt­ir eru að breyt­ast og Green Park­ing mun aðlaga sína starf­semi í sam­ræmi við þróun bíla­flot­ans á næstu miss­er­um, út­skýr­ir Katrín.

Hún seg­ir að mik­il vakn­ing sé að eiga sér stað í þjóðfé­lag­inu um virði bílastæða.

Hingað til hef­ur all­ur kostnaður við eign­ar­hald og rekst­ur verið hjá eig­end­um eða leigj­end­um stæðanna. Nú vilja menn breyta því og dreifa kostnaði að hluta yfir á not­end­ur.

Katrín seg­ir lík­ur á að gjald­taka hefj­ist á bíla­stæðum í versl­un­ar­miðstöðvum eins og víðast sé orðið í ná­granna­lönd­um Íslands.

Þar hafa not­end­ur van­ist því að greiða fyr­ir notk­un flestallra bíla­stæða. Sú þróun mun ber­ast hingað til lands líka fyrr en síðar.

Fell­ur vel að rekstri

Hin nánu tengsl Green Park­ing við Örygg­is­miðstöðina þýða að tækni­menn og aðrir þjón­ustuaðilar móður­fé­lags­ins geta komið í út­kall með stutt­um fyrirvara. Katrín seg­ir að bíla­stæðaþjón­ust­an falli vel að rekstri Öryggismiðstöðvarinnar sem býr yfir víðtækri lausna- og tækniþekk­ingu.

Aðspurð seg­ir Katrín að lok­um að auk Hót­el Reykja­vík Grand séu fleiri ný verk­efni að fara af stað á næstu vik­um og mánuðum.

Þetta eru verk­efni bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og á lands­byggðinni.